Síðasti í afslöppun (í bili)…

Á morgun eru jólin í raun búin þó þau klárist auðvitað ekki fyrr en á miðvikudag opinberlega.  Vinnandi fólk fær allavega ekki fleiri frídaga í tilefni jólanna og gott ef það er ekki meira að segja búið að afnema þrettándann sem frídag í skólum landsins, það er af sem áður var.  Annars þurfum við bræðurnir að koma fullt af timbri á brennu við tækifæri, hentum heilum helling af timbri úr kjallaranum hjá gamla settinu á dögunum og sáum að það var töluvert ódýrara að koma þessu á brennu en að borga fyrir að láta Sorpu taka við því.  Maður kannski nýtir svo tækifærið og hendir sér á brennuna sjálfur, tala nú ekki um ef maður á heiðurinn af hluta hennar… 😉

Í dag hefur jafnvel enn minna verið gert en í gær, er ennþá á náttfötunum og er að horfa á fótbolta í sjónkanum.  Þórunn stendur enn í ströngu við prjónaskap, er einmitt núna að brjóta heilann um einhverja viðauka eða sléttur eða brugður eða hvað þetta nú allt saman heitir.  Elín Dögg liggur á leikteppinu og lætur sér líða vel á milli þess sem hún reynir að troða öllu sem hún sér og nær taki á upp í sig.  Á eftir á að vísu að henda sér í föt og heimsækja Dedda afa ásamt móðurfjölskyldu hennar Þórunnar, svo förum við í mat til tengdó á eftir þar sem við hittum fyrir Sigurveigu systur tengdapabba og allt hennar hyski (eru samt ágætis fólk, þó það sé að norðan)… 😀

Á morgun verður svo spýtt í lófana, slenið hrist í burtu og æfingar fyrir LV2010 settar á fullt skrið.  Meira um það síðar samt… 😉

Auglýsingar

One response to “Síðasti í afslöppun (í bili)…”

  1. Sigríður Ása says :

    Já! Sjút for ðe stars! Laugavegshlaupið! Allamalla!
    Á að taka Elínu á hestbak?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: