Annar í afslöppun…

Eiginlega er þetta samt 10. í afslöppun því það er ekki búið að gera neitt sérlega mikið yfir jólin.  Að vísu tókum við okkur til í vinnunni á miðvikudaginn og fluttum skriftstofuna úr Turninum yfir í Hlíðarsmára, svosem létt verk og löðurmannlegt en tók samt allan daginn.  Svo er ég líka búinn að fara á eina æfingu og keppa einn fótboltaleik, þannig að þetta hefur verið svona afslöppun með ívafi.  Já, svo má auðvitað ekki gleyma því að við bræðurnir náðum næstum því að klára afmælisgjöfina sem við gáfum gamla manninum, þ.e. að þrífa kjallarann og bílskúrinn, erum allavega mjög langt komnir núna.  En í dag hefur semsagt ekki verið gerður stakur hlutur fyrir utan að ég stökk í búð þar sem ísskápurinn var orðinn verulega tómlegur á að líta.  Núna liggur svo Þórunn uppi í rúmi með bók og Elínu og ég fyrir framan sjónvarpið að glápa á fótbolta, bara nákvæmlega eins og lög gera ráð fyrir…

Annars er magnað hvað fólk er tölulega ólæst, meira að segja er þetta orðið svo mikið vandamál að ég slysaðist meira að segja til að taka þátt í ruglinu um daginn (Palla til mikillar gleði).  En höfum þetta semsagt alveg á hreinu, þegar maður telur upp á tíu þá byrjar maður í einum og endar í tíu og þá köllum við það tug.  Áratugur virkar nákvæmlega eins, byrjar í xxx1 og endar í xx10, ekki xxx0 til xxx9.  Þ.a.l. er ennþá fyrsti áratugur 21. aldarinnar og verður alveg fram á næsta ár þegar annar áratugurinn tekur við.  Þeir sem halda einhverju öðru fram eru vinsamlega beðnir um að leita sér stærðfræðiaðstoðar, hið snarasta… 😉

Vil árétta að það var ekkert sérstakt áramótaheit sem fékk mig til að taka aftur til við skrifin, meira svona bara einhver skrýtin þörf til að fá að blaðra aðeins opinberlega (er ekki nóg að allavega einn lesi þetta til að þetta geti talist ‘opinbert’?!).  Ákvað í raun að strengja bara engin heit þetta árið, maður klúðrar þeim hvort eð er alltaf strax.  Ætla samt (án þess að strengja heit, nb) að gera mitt allra besta til að vera jákvæður á þessu ári og reyna að leiða allt svartagalsraus og neikvæðni hjá mér.  Svo á auðvitað líka að reyna að koma sér í form og byrja aftur að hlaupa, en það er samt ekkert heit á bak við það, meira svona heilbrigð skynsemi og ósætti við baðvigtina… 😀

Endum þetta svo á ljóði sem ég og Jonni sömdum saman í 9. bekk og var framlag okkar í ljóðabók bekkjarins þann veturinn, greinilega miklir hagyrðingar hér á ferð:

Ég horfi upp í vetrarhimin og sé
norðurljósin blakta á himninum eins
og trefill í roki.
Sé snjókorn falla einmanna til jarðar
og leggja hvíta ábreiðu yfir götur borgarinnar.
Síðustu laufin láta undan og falla
niður á jörðina og fjúka svo í burtu
með norðanvindinum.
Það er kominn vetur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: