Sexti í orlofi

Fengum hjúkku í heimsókn áðan.  Hún hringdi í gær og boðaði komu sína klukkan hálf tíu í morgun.  Spurði mig að vísu í símann hvort við töluðum ekki örugglega bæði dönsku því hún hafði fengið þau skilaboð að hún þyrfti að taka með sér túlk, ég hélt nú ekki!  Hún mætti svo stundvíslega og hófst strax handa við það helsta, mæla lengd og þyngd og kanna helstu viðbrögð og þess háttar…

Skvísan er semsagt jafn þung og hún var við fæðingu sem er víst eðlilegt því börn missa þyngd fljótlega eftir fæðingu en hún er semsagt komin aftur á núllpunktinn.  Hinsvegar er hún búin að styttast um einn sentímeter!  Að vísu getur verið að mælingin sé ekkert svakalega nákvæm því í báðum lengdarmælingum var notast við einfalt málband og það lagt á rúmið/skiptiborðið, allavega ekkert til að hafa miklar áhyggjur af.  Hún sefur og drekkur eðlilega og er líka dugleg við að fylla bleyjur af ásum og tvistum á öllum mögulegum tímum sólarhringsins.  Að vísu er hún með smá vott af gulu sem getur mögulega útskýrt hvað hún hefur sofið mikið undanfarið og verið slöpp en hjúkkan sagði að það væri með minnsta móti og við þyrftum ekkert að stressa okkur mikið á því, bara stilla vöggunni í dagsljós, annars ætti þetta að leysast af sjálfum sér á nokkrum dögum… 🙂

Ég ætla svo á eftir að skjótast yfir til Rön(n)su og Bruno, fá bílinn þeirra lánaðan og sækja svo vagninn í ‘Óskabörn’ (nafnið á búðinni) svo við getum þá loksins bæði farið út úr húsi í einu.  Þórunn skaust einmitt í fyrsta skiptið út eftir að komum heim rétt áðan, lagði í það að fara alla leið út í búð, fer sennilega eitthvað lengra þegar vagninn er kominn í hús.  Annars erum við öll bara helvíti hress með lítið sem ekkert stress.  Og að lokum er ekkert eftir að segja nema kannski bara ‘bless’! 😉

Auglýsingar

One response to “Sexti í orlofi”

  1. Þóra Marteins says :

    Hvernig gengur?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: