Fimmti í orlofi

Eftir ævintýri helgarinnar erum við hjónin loksins komin heim aftur.  Fengum að vera á sjúklingahótelinu fram til klukkan 10 á mánudagsmorgun í góðu yfirlæti, ekkert leiðinlegt að þurfa ekkert að hugsa um mat heila helgi heldur geta bara labbað fram í matsal og tekið sér af hlaðborðinu.  Í þokkabót var maturinn líka sérlega góður!  Fékk Baldvin til að skutlast með mig heim á laugardeginum til að sækja föt til skiptanna, myndavél og sitthvað fleira og við létum svo bara fara vel um okkur alla helgina.  Fengum eina heimsókn frá Ragnhildi og Helgu Maríu á laugardagskvöldið, annars vorum við bara þrjú saman í rólegheitunum…

Á mánudagsmorgun fórum við svo í heyrnarmælingu og einhverja blóðprufu.  Eyrun virka víst eins vel og þau eiga að gera og ef við heyrum ekkert meira um blóðprufuna þá eigum við að gera ráð fyrir að allt sé í góðu þar líka.  Fengum svo einhvern ‘heimferðarfyrirlestur’ um allt milli himins og jarðar um brjóstagjöf, svefnvenjur, fæðingarþunglyndi og allskonar annan fróðleik sem er misgagnlegur.  Eftir fundinn var svo skvísan dúðuð í prjónadressið frá nöfnu hennar, bundin í bílstólinn sem Ragnhildur lánaði okkur og skundað heim á Bremens með leigubíl…

Nú, við erum svo búin að hafa það helvíti náðugt hérna heima þessa rúmlega tvo daga.  Skvísan sefur, borðar og fyllir bleyjur og ekki endilega í þeirri röð.  Gerir líka mismikið af hverju, mest sefur hún þó.  Fengum smá áhyggjur af henni í gær því hún hafði sofið mjög mikið og borðað lítið sem ekki neitt allan daginn.  En hún sýndi að hún er með fullt af genum frá föður sínum í gærkvöldi þegar hún glaðvaknaði og var nánast á barnum það sem eftir lifði nætur, móður hennar til mikillar gleði.  Við Þórunn erum svo búin að koma okkur upp fínni verkaskiptingu, hún sér um barinn og ég sé í staðinn um nánast allt annað.  Semsagt, hún sér um það sem fer inn, ég sé um það sem kemur út aftur.  Ég er líka orðinn helvíti lunkinn við ‘endamörkin’, er allavega klárlega betri í því en móðirin sem er búin að fá yfir sig bæði ás og tvist þegar hún reyndi sig við þetta erfiða verkefni, leave it to the pros…

Á morgun er svo von á fyrstu heimsókn frá hjúkrunarfræðingi og svo þarf ég væntanlega að gera mér ferð til að sækja vagninn góða sem við vorum búin að festa kaup á en tókum ekki með heim.  Veitir ekki af að koma okkur aðeins út úr húsi líka, ekki endalaust hægt að hanga inni, þó það sé reyndar alveg fine… 😉

Auglýsingar

2 responses to “Fimmti í orlofi”

  1. Þóra Marteins says :

    Gaman að heyra að allt gengur vel. Bið að heilsa dömunum 🙂

  2. Þorgerður Elín says :

    Innilega til hamingju með litlu dömuna. Þið virðist bæði vera fædd í þetta hlutverk 🙂 Gangi ykkur allt í haginn.
    kveðja, Þorgerður Elín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: