And then there were three…

UPDATE:  Gleymdi að sjálfsögðu að setja inn það allra mikilvægasta, lengd og þyngd.  Skvísan var semsagt 3402 g (nákvæmlega) og 51 cm.  Nokkurn veginn nákvæmlega eins og faðirinn forðum daga eða, fyrir veiðimennina þarna úti, eins og mjög stuttur 7 punda lax… 😉

Það er hreint ótrúlegt hvað plön og áætlanir geta breyst skyndilega, sérstaklega þegar óvissufactor-inn er hár.  Við hjónin vorum allavega búin að reikna með að krílið myndi ekki fæðast fyrr en í fyrsta lagi 11. september og jafnvel enn seinna.  En óvissan (þ.e. krílið) var greinilega á allt öðru máli og setti af stað magnþrungna og spennandi atburðarrás föstudagskvöld/aðfararnótt laugardags.  Hún var eitthvað á þessa leið…

Ég fór að keppa á föstudaginn sem er ekki í frásögur færandi, sérstaklega vegna þess að við gerðum aumt jafntefli við botnliðið (alveg lélegt).  Ég átti þó bylmingsskot í stöng sem, ef boltinn hefði verið ca. 1 cm lengra til hægri, hefði tryggt okkur sigurinn.  En þessi frásögn er ekki um mig og mína knattspyrnuhæfileika þannig að ég afsaka þennan útúrdúr.  Allavega, ég kom heim eftir leikinn um tíuleytið og þá sat Þórunn í mestu makindum inni í stofu að prjóna og horfa á sjónvarpið.  Við fórum svo bara upp í rúm og vorum sofnum fyrir miðnættið.  Ég vaknaði svo aftur klukkan eitt þegar Þórunn fór framúr til að fara á klósettið.  Hún kemur svo fram aftur og segir mér að hún haldi að vatnið hafi verið að fara, var þó ekki alveg viss.  Það staðfesti hinsvegar gruninn þegar hún fékk netta hríð í kjölfarið með tilheyrandi ‘þægindum’…

Nú nú, eins og góðum eiginmanni sæmir þá hringdi ég auðvitað beint á fæðingarganginn á Hvidovre Hospital enda var búið að segja okkur að það ætti að vera fyrstu viðbrögð þegar og ef vatnið færi eða fyrstu hríðir byrjuðu.  Sú sem við töluðum við sagði okkur svo að fara bara að sofa og að við ættum að mæta morguninn eftir um hádegið til að taka stöðuna.  Þórunn reyndi svo bara að sofna aftur en það gekk frekar brösulega þar sem hún fékk hríðir með mjög stuttu millibili.  Eftir næstum klukkutíma af ‘gleðinni’ var mér hætt að lítast á blikuna, hringdi aftur á spítalann og tjáði þeim þar frá gangi mála.  Fékk þá þau skilaboð að líklegast væri bara best fyrir okkur að koma í hvelli svo þær gætu skoðað framvinduna…

Nú nú, ég hringi á leigubíl og reyni að hjálpa Þórunni út.  Höfðum auðvitað ekki rænu á að taka með okkur nokkurn hlut annan en fötin sem við stóðum í, veski, síma og húslykla.  Leigubílstjórinn vissi strax hvað var á seyði og setti í overdrive-ið og kom okkur í hvelli á spítalann með Þórunni með massívar hríðir í aftursætinu.  Ljósmóðirin sem tók á móti okkur fór strax og skoðaði Þórunni og sagði henni einfaldlega að hún væri kominn með 10 í útvíkkun og þetta væri bara að bresta á.  Hún var svo í snarhasti send inn á fæðingarstofu, ljósmæðurnar gerðu allt klárt og eftir um hálftíma rembing var lítil stúlkukind komin í heiminn, ca. tveimur og hálfum tíma eftir vatnsfall og hríðabyrjun!

Ég fékk svo að klippa á naflastrenginn (sem var harðari en ég hefði haldið) og svo fengum við að vera í rólegheitum á fæðingarstofunni frameftir morgni.  Skvísan var svo fljót til að mæta í drekkutíma og hefur varla viljað fara af ‘barnum’ síðan.  Við vorum svo send upp á næstu hæð þar sem spítalinn er með svokallað sjúklingahótel þar sem við fengum herbergi og megum við vera þar fram til 10 í fyrramálið.  Þar eru ljósmæður til taks og þrjár máltíðir á dag.  Er einmitt núna í lounge-inu í tölvunum sem eru þar með Þórunni og krílið hér við hliðina á mér… 🙂

Við setjum svo einhverjar myndir inn við tækifæri þegar við erum komin heim, annars henti ég inn tveimur myndum á Fésbókina fyrir þá sem vilja.  Móður og barni heilsast vel og ég er líka nokkuð nettur bara… 😉

Auglýsingar

2 responses to “And then there were three…”

  1. Heiðrún Ólöf Jónsdóttir says :

    Elsku Þórhallur og Þórunn ! Gaman að heyra hvað þetta gekk vel hjá ykkur allt saman. Konan er bara fædd í þetta. En innilega til hamingju með prinsessuna og njótið þess nú að vera í rólegheitum í Köben fyrst um sinn, en hlakka til að sjá ykkur bráðum ; ) Kveðja Heiðrún

  2. Gugga says :

    Til hamingju með hvort annað öll þrjú!! Hvar eru annars myndirnar af snúllunni? Eruði með einhverja leynimyndasíðu sem ég veit ekki af?? 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: