Næstum tveir mánuðir…

Þegar meira að segja bróðir manns er farinn að kvarta undan bloggleysi þá er nokkuð ljóst að fólk er farið að hungra í að kjallinn taki sig saman í andlitinu og hripi niður nokkrar línur.  Síðast í gær var tengdó að kvarta líka þannig að það má kannski bara segja að þetta sé tímabært enda ansi langt um liðið og margt sem hægt er að segja frá…

Þegar ég skildi við ykkur síðast var Þórunn nýbúinn með síðasta prófið sitt og Michael Jackson nýdáinn.  Strax eftir það fengum við heila hersingu yfir okkur af foreldrum og tengdaforeldrum sem mættu gagngert til að halda uppá áfangann (þ.e. útskriftina, ekki fráfall MJ).  Fínasta pússinu var skartað þann 30. júní þegar Þórunn sór læknaeiðinn og fékk opinberlega prófskírteinið í hendur.  Svo héldum við uppá sextugsafmæli pápa gamla með mikilli átveislu á danska vísu 4. júlí.  Svo var bara hent í slökun fram til 10. júlí þegar við hjónin héldum í stutta heimsókn til Íslands, eftir næstum árs fjarveru frá því annars ágæta landi…

Á Íslandi var margt til gamans gert, ég eyddi t.d. heilli helgi með bróðurdætrum mínum á Símamótinu í Kópavogi, svaka fjör.  Sú eldri keppti í 6. flokki B og þær gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið, vel að verki staðið þar.  Sú yngri spilaði hinsvegar með 7. flokki C og var langyngst og minnst en á klárlega framtíðina fyrir sér í þessu.  Hennar árangur var að vísu ekki eins glæsilegur og hjá eldri systurinni en hún hafði allavega mjög gaman af sem hlýtur að vera aðalatriðið.  Þær eignuðust svo lítinn bróður vikuna eftir mótið sem við rétt náðum að heilsa uppá og kynnast.  Væntanlega framtíðar knattspyrnustjarna líka… 😉

Svo fórum við í brúðkaup síðustu helgina í júlí hjá Sigríði mágkonu og Andra svila.  Það var haldið úti í sveit þannig að við hentum bara í road trip og gistum heila helgi í góðu yfirlæti í sveitinni með beljunum og öllum þeim.  Sáum meira að segja kálf fæðast sem var dáldið magnað fyrirbæri.  Brúðkaupið fór svo sérlega vel fram, báðir aðilar með já-in á réttum stöðum og skemmtilegt og fjörugt borðhald með aragrúa tónlistaratriða og balli á eftir skemmti veislugestum langt fram á nótt.  Við hjónin héldum svo aftur til Köben mánudaginn á eftir…

Eitt það fyrsta sem við gerðum eftir að við komum aftur út var að setja íbúðina okkar á sölu.  Fengum fasteignasölu, sem er nánast hérna í næsta húsi, til að koma og meta íbúðina.  Þeir settu upp, að því er okkur fannst, sanngjarnt verð á íbúðina og við hentum í fluggírinn með að shine-a allt til þannig að hún yrði söluvæn fyrir verðandi kaupendur.  Það var nokkuð góður straumur af fólki sem kom og skoðaði og að endingu, eftir um þrjár vikur á sölulista, vorum við búin að fá tvö tilboð, bæði yfir ásettu verði.  Við tókum öðru þeirra bara með brosi á vör og þar með er íbúðin officially seld og við þurfum að vera komin út ekki seinna en á hádegi 15. október.  Þannig að þar hafið þið það, gott fólk, Þórunn og Laddi (og krílið) mæta aftur á Klakann ekki seinna en 15. október 2009!

Shouldergate fékk svo farsælan endi því ég hef hreinlega ekkert fundið til síðan ég fékk sprautuna góðu og eftir fund með lækninum um miðjan mánuðinn var ákveðið að aðhafast bara ekkert frekar í málinu.  Ég mun halda áfram að gera æfingarnar mínar og miðað við að það eru þrír mánuðir síðan ég fékk sprautuna er ég vongóður um að þetta sé úr sögunni.  Ef ekki, þá er það bara seinni tíma vandamál…

Fótboltinn er farinn aftur af stað eftir langt hlé.  Byrjuðum að vísu á því að taka þátt í sumarmóti Celtic 8. ágúst og gerðum okkur lítið fyrir og lentum í öðru sæti eftir vaska frammistöðu í mótinu.  Unnum fjóra leiki, gerðum eitt jafntefli og töpuðum svo einum leik sem var, því miður, úrslitaleikurinn.  En þetta var hvort eð er allt til gamans gert þannig að við grétum það nú ekkert svakalega.  Annars eru þrír leikir að baki í deildinni og höfum við unnið þá alla með samanlagðri markatölu 16-1 þar sem ég, Þórhallur Helgason, Laddi varnartröll, náði að setja eitt mark.  Já, kraftaverkin gerast víst enn í heimi hér… 😉

Við hjónin erum svo búin að eyða mánuðinum í að gera klárt fyrir frumburðinn.  Fórum í nokkrar verslunarferðir í barnabúðir til að kaupa allt sem nauðsynlegt er að eiga.  Keyptum skiptiborð og gjafapúða og bala og barnavagn og kerrupoka og hitt og þetta.  Heppilega vorum við með bíl í láni frá Ragnhildi og Bruno, annars hefðum við líklegri þurft að taka þrefalt fleiri ferðir til að koma öllu dótinu heim.  En núna vantar í raun ekkert nema krílið sem er væntanlegt eftir 2-3 vikur-ish.  Í raun er ekkert eftir nema bara að finna nafn.  Það er að vísu klárt, Þórunn á bara eftir að samþykkja að barnið heiti Förungur Tóki þó það sé stelpa… 😉

Auglýsingar

3 responses to “Næstum tveir mánuðir…”

 1. Ingvi Rafn says :

  Mikið var að þú skrifar eitthvað hérna, ég nenni reyndar ekki að lesa þessa langloku en það er annað mál 😉

 2. laddi says :

  Þegiðu þá! Þýðir ekkert að kvarta yfir því að maður nenni ekki að skrifa þegar þú nennir svo ekki heldur að lesa… 😉

 3. Þóra Marteins says :

  Til hamingju með dótturina kæri frændi. Gott að heyra að þið voruð búin að ná að kaupa/fá lánað allt sem þurfti 🙂
  Hlakka til að sjá mynd af snúllunni 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: