Öskubuska

Var að keppa í handbolta í gær, minn fyrsta ‘landsleik’. Byrjaði í markinu og hafði það af að ‘verja’ eina blöðru fyrstu tuttugu mínútur leiksins sem hlýtur að teljast skelfilegur árangur. Var skipt útaf eftir það og mátti dúsa á bekknum þar til um sex mínútur lifðu eftir af leiknum. Kom þá aftur inná, varði fjórar kúlur og hjálpaði til við að tryggja eins marka sigur í fyrsta landsleik íslenska landsliðsins í Danmörku við færeyska landsliðið (í sama landi). Lokatölur, 37-36 eftir hörku spennandi leik þar sem Færeyingar höfðu yfirhöndina framan af en misstu svo dampinn undir lokin og okkur tókst að stela sigrinum. Hef þar með þessa ‘landsleikjatölfræði’: 1 leikur, 26 mínútur, 5 varin skot… 😉

Síðasta laugardag var svo Icelandair/Ísborg Open. Að vísu leit það ALLS EKKI vel út áður en mótið byrjaði því að við mættum bara fimm þar sem einn forfallaðist vegna meiðsla á síðustu stundu og annar lét ekki sjá sig (og hefur ekki enn látið í sér heyra). Við hringdum þá út (og vöktum) hann Tása sem mætti galvaskur á svæðið auk þess sem Jói Ben kom þegar hann var vaknaður. Unnum þrjá leiki í riðlinum og gerðum þrjú jafntefli, þar af tvö jafntefli við liðið sem svo vann riðilinn á markatölu, við lentum í öðru sæti þar. Í síðasta leiknum í riðlinum urðum við þó fyrir nokkurri blóðtöku þegar Jói ákvað að tvíbrjóta á sér baugfingurinn til að losna við að spila í úrslitunum…

Í undanúrslitaleiknum byrjuðum við á því að lenda undir 1-0 en jöfnuðum fljótlega og tókst svo að komast yfir 2-1 í fyrri hálfleik. Þegar skammt var liðið á þann síðari jöfnuðu andstæðingarnir frá Kagsaa og þar við sat. Eftir tíðindalausa framlengingu höfðu Kagsaa menn svo sigur eftir vítakeppni. Við spiluðum því um þriðja sætið við handboltann hjá IF Guðrúnu og höfðum að lokum sigur eftir aðra vítakeppni í leik sem virtist gjörsamlega tapaður, vorum 1-3 undir þegar ein og hálf mínúta lifði eftir af leiknum. Baldvin og Ingvi settu þá tvö, það síðara þegar um fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Ég henti mér í markið í vítakeppninni, varði tvö og bronsið því okkar. Frábær dagur í alla staði! 😀

Tók mig til á mánudaginn og bakaði bollur handa okkur hjónunum. Svona einskonar áframhald á konudeginum frá því deginum áður. Mundi að vísu eftir honum þá líka, keypti blóm handa frúnni og alles, skoraði feit stig þar! Verst að uppskriftin var frekar stór þannig að í ískápnum eru enn til nokkrar bollur, aldrei að vita nema maður narti í þær á eftir. Maður fékk víst ekkert saltkjöt í gær, alveg lágmark að maður fái þá extra skammt af bollum í staðinn, ekki satt? 😉

Upplifði annars í fyrsta skipti, frá því við fluttum hingað út, miðaathugun í strætó. Vorum í 1A á leiðinni upp á Hvidovre þegar vagninn stoppaði, inn ruddust þrír einkennisklæddir menn og athuguðu miðana okkar. Hef aldrei lent í þessu áður. Vil þó taka fram að þetta er á engan hátt merkilegt en nauðsynleg frásögn til að koma að hvað við vorum að gera í 1A og af hverju við vorum á leiðinni upp í Hvidovre. Jú, sjáið til, það var semsagt ákveðið ‘hint’ (ótrúlega vel falið, að vísu) í fyrstu bloggfærslu ársins hjá mér. Við vorum nefnilega á leiðinni á Hvidovre Hospital í hnakkaþykktarmælingu…

Góðir hálsar, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um annað, þá er ég semsagt ekki geldur! Þórunn er komin 12 vikur og 5 daga (nákvæmlega) á leið og krakkinn ætti að birtast sjónum 4. september. Þessi mæling kom víst afar vel út og krílið braggast vel í ‘hitakassanum’. Fengum að líta þetta augum í fyrsta skipti í gær, alla 6.2 sentímetrana (frá hvirfli að bossa). Gott ef það var ekki bara með hendur, fætur, höfuð og eitthvað fleira líka. Gátum að vísu ekki séð kynið en við vonum að það verði allavega annað hvort… 😉

Auglýsingar

9 responses to “Öskubuska”

 1. Ingvi Rafn says :

  Hvernig færðu það út að Baldvin hafi sett tvö þegar ein og hálf mínúta var eftir af bronsleiknum. Ég man ekki betur en það hafi verið ÉG sem skoraði annað markið sem kom okkur á bragðið. Svona hlutir verða að vera á hreinu… Annars óska ég ykkur hjónum til hamingju með að eiga von á frumburðinum.

 2. Jonni says :

  Fara hnakkar í hnakkaþykktarmælingu??

  Til hamingju með tíðindin annars … akkúrat það sem við þurfum, annar Jonathan! 😀

 3. laddi says :

  Hnakkar koma væntanlega gríðarlega vel út úr hnakkaþykktarmælingum, segir sig bara sjálft! 😉

  Og Ingvi, biðst innilega forláts, er búinn að leiðrétta þennan leiðinlega misskilning, algjör óþarfi að gera meira úr Baldvin en hann á skilið… 😀

 4. Sólveig says :

  hér koma upplýsingar með einstaklega falleg nöfn:

  Sólveig Birna
  Sólveig
  Birna
  Birna Sólveig.

  Eða jafnvel bara Björn. Eða Sólveigur. Hvernig lýst þér á ?

 5. laddi says :

  Ágætis uppástungur, en klárlega ekki jafn góðar og Förungur Tóki (óháð kyni)… 😉

 6. mariamarteins says :

  En gaman að heyra, innilega til hamingju 🙂 kram frá stokkhólmi

 7. Heiðrún Ólöf says :

  Var einmitt að pæla í þessu í 2009 baby ! Ég las þá færslu mjög vel og var alltaf að bíða eftir því að þetta væri einhver tilkynning, en svo var ekki. En enn og aftur til hamingju elskurnar.

  Kveðja Heiðrún

 8. Þóra Marteins says :

  hahahaha. Ég hefði betur lesið bloggið þitt áður en ég sendi þér póst á facebook að spyrja hvort þú værir óléttur kæri frændi. Hjartanlega til hamingju bæði tvö 🙂

 9. Guðrún Lilja Magnúsdóttir says :

  Hæ stubbur

  Legg til að þú farir að leggja meiri rækt við bloggið núna. Maður vill fá daglegt update um stöðuna á kúlubúanum ;).

  Kveðja,
  Ein sem hefur svooooooooo ekkert betra að gera en að hanga á netinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: