Punxsutawney Laddi

Enn og aftur er upp runninn uppáhalds dagur allra, Múrmelsdýrsdagurinn! Þessi skemmtilegasti dagur ársins þegar Punxsutawney Phil (sem er téð múrmeldýr) kemur út úr holunni sinni og segir löndum og lýðum til um það hvort að vetur sé á enda eða hvort hann muni vara í sex vikur enn. Spennan er allavega gríðarleg á þessum bænum, ég spái því að við fáum sex vikur af vetri í viðbót, allavega miðað við veðrið hérna núna, skítakuldi, þurfti að skafa hnakkinn á fáknum í morgun!

Annars er líka í dag eitthvað sem heitir Kyndilmessa en þeir sem þekkja mig vel vita að mér finnst sérdeilis lítið til þess koma. Svo hefur líka ýmislegt merkilegt gerst á þessum degi í gegnum árin. T.d. var einhver austurískur tittur sem leysti upp þýska þingið á þessum degi árið 1933. Svo var einhver pönkari sem hét Sid og var víst Vicious sem tók of mikið af dópi á þessum degi árið 1979. Mbl.is var svo opnaður þennan dag árið 1998. Annars er þessi dagur svosem ekkert merkilegri en aðrir dagar. Eða jú, það fæddist einhver stórmerkilegur þennan sama dag árið 1977. Og hver var þetta stórmenni?!? Jú, auðvitað stórstjarnan Shakira! 😉

Annars erum við hjónin bara helvíti hress! Sjónvarpsævintýrið fékk farsælan endi, ég fékk endurgreitt frá getmore.dk daginn eftir að ég sendi þeim harðorða bréfið, hefur greinilega haft einhver áhrif. Við pöntuðum sjónkann svo frá öðru fyrirtæki og fengum það daginn eftir. Þannig að núna erum við stoltir eigendur 40 tommu Sony Bravia KDV4000 sem fyllir hálfa stofuna hjá okkur! Þvílíkur munur sem þetta er frá gamla tækinu, kannski ekki skrýtið í ljósi þess að það ‘kom í heiminn’ 1991, var orðið hljóðlaust og fjarstýringin ónýt. Ekki erfitt að toppa það… 😉

Svo steingleymdi ég auðvitað alveg að segja frá því að ég fór loksins til bæklunarlæknis útaf hnjánum og öxlinni. Fékk semsagt að vita það að ég er með það sem heitir Chondromalacia patellae á latínu eða Runner’s knee á engilsaxnesku. Það þýðir víst að ég er með einhverjar bólgur á brjóskinu á innanverðum hnéskeljunum sem valda sársauka við tilteknar hreyfingar. Í þokkabót fékk ég að vita að það er engin meðferð til við þessu, engin aðgerð og engin lyf, þetta jafnar sig bara sjálft á einhverjum x tíma (1-10 ár, ish…). Á bara að reyna að hjóla reglulega í lágum gír, annars bara stunda allar þær íþróttir sem ég vil, þarf bara að þola sársaukann sem því fylgir, hot. Öxlin var hinsvegar úrskurðuð ónýt og verður tekin af við ökkla…

Að lokum vil ég þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar sem rigna yfir mig á Facebook, ég skal koma þeim til skila til hennar Shakiru, vinkonu minnar… 😉

Auglýsingar

4 responses to “Punxsutawney Laddi”

 1. Ingvi Rafn says :

  Til hamingju með afmælið

 2. Gugga says :

  Til lukku með daginn Laddi !

 3. Elín og Sólveig says :

  Til hamingju með daginn, elsku Laddi!

 4. Keno Don Hugo Rosa says :

  Ertu viss um að þú sért ekki með Iliopsoas tendinitis frekar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: