Þefað í gáttir

Skíta veður hérna í DK núna, að vísu ekki rigning en leiðinda rok og svona millikuldi, þ.e. hvorki almennilega kalt (undir frostmarki) né almennilega heitt (yfir 10 gráður). Og vegna rakans (það er meira rakinn en hitinn, nb) þá er eiginlega bara skíta kuldi! Vil þá heldur fá almennilegan kulda og jafnvel smá snjókomu, en þar sem Danir héldu síðast upp á hvít jól einhvern tímann aftur á fornöldum þá eru nú ekki miklar líkur á því. En maður skyldi þó aldrei segja aldrei…

Fórum í gær í kirkju (sem gerist ekki oft), ekki í messu þó því að við fórum á tónleika sem voru í boði í Marmarakirkjunni þar sem kammersveit einhvers tónlistarskóla á Jótlandi var að flytja árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi. Gugga, Björgvin og Ran(n)sa fóru með okkur og við vorum bara vel sátt við þetta. Fórum svo eftir tónleikana og keyptum það síðasta sem vantaði fyrir jólin (fyrir utan mat). Á eftir er svo stefnt á að taka jólaþrifin, skreyta jólatréð (keypti eitt lítið og sætt í gær) og jafnvel baka eitthvað smávegis líka. Á morgun verður svo skundað í matvörubúð og að því loknu ætlum við að henda okkur í bæinn og komast í 100% jólaskap sem á svo að endast framá þrettándann. Semsagt, allt til reiðu fyrir gleðileg jól (og jafnvel farsælt komandi ár)… 😀

Í gær var víst stysti dagur ársins, svokallaðar vetrarsólstöður, þegar sólin hættir að lækka á lofti og byrjar að hækka aftur. Dagurinn í dag er semsagt lengri en hann var í gær og dagurinn á morgun verður lengri en dagurinn í dag og svo framvegis alveg fram á næsta sumar, nánar tiltekið í kringum 21. júní þegar ferlið snýst við og dagurinn fer að styttast aftur (þessi fróðleikur var í boði Wikipedia, að vanda)…

Á morgun er svo messan hans Þorláks sem haldinn er til minningar samnefndum manni er kenndur var við heilagleika og var að auki Þórhallsson (skemmtilegt) og biskup í Skálholti. Virðist loða við þetta nafn einhver helgislepja, t.a.m. var langalangafi minn, Þórhallur Bjarnarson, biskup líka. En hvorki ég né afi minn (sem ‘erfðum’ báðir nafnið frá honum (ég samt eiginlega frá afa mínum)) höfum sýnt minnstu tilburði til að halda þessari hefð við (og verður væntanlega ekki héðan af) þannig að þetta deyr sennilega út með okkur (aldrei að vita hvað erfingjar mínir taka svo uppá)… 😉

Fyrst við erum að tala um helgileik þá er kannski rétt að benda fólki á þetta, svo þetta og að lokum þetta. Mega eiga það þarna á Spaugstofunni, að þeir geta, þegar sá gállinn er á þeim, vel verið háðskir og beittir. Stelpurnar eru kannski ekki alveg með jafn beittan húmor, en þetta atriði er hinsvegar alveg drepfyndið. Fyrir þá sem kunna ekki að meðhöndla ‘vöruna’ sem atriðið fjallar um get ég bent þeim á eftirfarandi kennslumyndband (ath. teikningarnar eru snilld!)… 😀

Palli bróðir benti mér á þessa skemmtilegu lausn á eðlisfræðidæmi. Ég myndi sem kennari gefa 100% rétt fyrir þetta svar. Hér eru svo tilvitnanir í misgáfaða yfirmenn, ótrúlegt hvað fólk (sem hugsar ekki áður en það talar) getur látið út úr sér. Jonni sendi mér svo tengil á þetta blogg sem ég mæli með að fólk lesi frá upphafi, gaurinn sem skrifar þetta er skemmtilega djúpsteiktur! Þessi auglýsing er líka nett cool en hinsvegar er þessi óbjóður langt frá því að vera það! Að þessi gaur skyldi fara í platínusölu á Íslandi segir eiginlega meira um smekkleysi Íslendinga en gæði flytjandans…

Svo er víst búið að staðfesta það sem ég hef haldið fram lengi, rómantískar gamanmyndir eru satan! Þetta kemur mér nákvæmlega 0% á óvart enda ýta þær undir allskyns staðalmyndir sem byggja ekki á neinu nema því sem hefur áður komið fram í samskonar myndum. Mitt ráð þessi jólin, hundsa RG (rómantískar gamanmyndir) og horfa bara á hryllingsmyndir (t.d. Gremlins, fín jólamynd). Annars er þessi örmynd nokkuð nett, fín til að peppa sig upp í skammdeginu…

Og að lokum, smá jólagleði. Fyrst er hérna John Denver með vinum sínum í Prúðuleikurunum að syngja um 12 daga jóla (eru þeir ekki þrettán?!?), sígilt og skemmtilegt. Þetta er líka jóla-eitthvað, kem að vísu ekki fingrinum á hvað það er nákvæmlega, ég hló allavega, sem hlýtur að vera jákvætt! Svo er hérna líka jólalag, sannkallað örbylgjupopp. Og að lokum, smá jóla-MC-Hammer-ish rapp um vandamál sem allir þekkja… 😉

Auglýsingar

3 responses to “Þefað í gáttir”

  1. Jonni says :

    Þú þarft klárlega að fá Nick Klosterman bókina mína, Sex, drugs and cocoa puffs lánaða. Hann heldur því fram að Coldplay sé rót allra sambandsslita. Góð klósett lesning 🙂

  2. Þóra Marteins says :

    Gleðileg jól kæri frændi 🙂

  3. Ingvi Rafn says :

    Já er skítaveður þarna hjá ykkur. Það er aðeins betra hérna á Flórída 🙂 25 stiga hiti og steik. Gleðilega hátíð kallinn minn. Sjáumst hressir í janúar…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: