Tekinn!!!

Ég var einn heima í gærkvöldi, aldrei þessu vant.  Hafði verið boðaður í handboltaleik en var svo afboðaður þegar aðrir (og betri) leikmenn urðu allt í einu tiltækir í leikinn, þá var auðvitað engin spurning að mér var fórnað (er alls ekkert bitur, ish…).  Þórunn, hinsvegar, hafði þegið boð Ragnhildar um að koma með henni og Guggu á eitthvað kvennakvöld hjá versluninni Birnu hérna í DK sem selur íslenskt hannaðan klæðnað.  Ég nýtti tækifærið og glápti á smá fótbolta og sofnaði svo yfir einhverri mynd (sem var greinilega ekki nógu góð til að ég nennti að halda mér vakandi yfir henni)…

Ákvað um hálf eitt (þegar ég vaknaði í sófanum frammi í stofu) að skríða inn í rúm og var við það að festa svefn þegar Þórunn hringir og segir mér að hún sé rétt ókomin heim.  Hún kemur svo inn úr dyrunum nokkrum mínútum seinna með stóran poka, merktan versluninni, troðfullan af fötum.  Horfir á mig með skrýtnum svip og tilkynnir mér að hún hafi aðeins misst sig í búðinni og eytt 7000 DKK í föt!  Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessum tíðindum, fyrstu viðbrögð voru: „Oh, great, nú þarf ég að fara að millifæra á okurgenginu“ og „Djöfuls vitleysa í þessum skvísum, fá sér nokkra bjóra og gera svo svona gloríur“.  Ákvað samt að halda kúlinu og segja ekki neitt en hugsaði Þórunni hinsvegar þegjandi þörfina og var farinn að undirbúa það í huganum að senda hana í búðina aftur til að skila þessu og fá endurgreitt…

En þá skellir Þórunn uppúr (hélt þetta ekki lengi út, greinilega) og segir mér að hún hafi sko aldeilis dottið í lukkupottinn því hún hafi verið dregin út í happdrætti á þessu kvennakvöldi og unnið fyrsta vinning, 3000 DKK gjafabréf í búðinni!  Og þar sem allt var á 30-50% afslætti þennan eina dag þá eyddi hún þessu (auðvitað) bara á staðnum.  Gat dressað sig upp í ‘designer’ föt fyrir 0 ISK og labbaði út með fullan poka af góssi.  Klárt mál að hún fer ekki í jólaköttinn í ár!  Verra var að hún var svo (mál)glöð þegar hún kom heim að hún hélt fyrir mér vöku með blaðri langt frameftir nóttu… 😉

Auglýsingar

One response to “Tekinn!!!”

  1. Runi says :

    …ég hélt að konur tæki út orðaforðann þegar þær fara á „kvennakvöld“ – ætti að vera öruggt að þær komi þögular heim

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: