22 dagar til jóla! :D

Pabbi og mamma komu hérna til Köben í síðustu viku. Gistu að vísu ekki hjá okkur, höfðu pantað sér gistingu niðri í bæ, enda voru þau þrjú á ferð og það hefði sennilega verið fullþröngt um þau hérna á Bremens. Þau komu í mat hérna á þriðjudagskvöldið, buðu okkur svo í hádegismat á Sankt Annæs Plads (look it up) á miðvikudaginn, ég fór svo með þeim í bíó um kvöldið, hitti þau svo aftur í lunch á fimmtudeginum og svo buðu þau okkur í jólatívolí og -frukost á Gröften um kvöldið. Að sjálfsögðu hitti ég þau svo enn og aftur í lunch á föstudeginum og þau kíktu svo hingað í kaffi um miðjan daginn áður en þau fóru af landi brott um kvöldið, mamma og Sæmi til Kreppulands en gamli til Kína. Semsagt, MIKIÐ étið af góðum mat! 😀

Sá semsagt nýju James Bond með gamla liðinu. Þórunn ákvað að segja ‘pass’ enda ekki mikil Bond manneskja (þó svo hún myndi að sjálfsögðu sóma sér gríðarlega vel sem Bond-stúlka). Ég var bara nokkuð sáttur við Bond, nóg af hasar, barsmíðum og byssuskotum. Þeir sem eru óánægðir með nýju myndina eru sennilega að kvarta undan ónógum ‘gadgets’ og öðru slíku, þeir geta bara horft á gamlar Roger Moore Bond myndir ef það er það eina sem þeir vilja fá út úr Bond, ég vel nýju týpuna framyfir gamla krumpaða Moore any day! 😀

Svo er bara komið (officially) jólaseason! Fyrsti í aðventu á sunnudaginn og fyrsti í jólalögum í gær (við hjónin þjófstörtuðum að vísu). Verst að snjórinn er ‘farinn’ (það snjóaði svo 1/2 mm hérna um daginn) en fólk bætir það upp með því að dúndra út skreytingum í glugga og svalir. Að vísu ekki nema lítill hluti af húsinu hjá okkur en það hlýtur að koma, allavega virðist vera að við höfum ýtt við einhverjum þegar við hentum seríunni á svalirnar hjá okkur…

Svo var fullveldisdagurinn víst í gær. Það þýðir að fyrir nákvæmlega 90 árum (í gær) urðu Íslendingar frjálst og fullvalda ríki og þar með (næstum því) sjálfstæðir frá Dönum. Þann dag tóku sambandslögin gildi sem kváðu á um að þjóðin væri fullvalda en þó áfram í konungssambandi við Dani og Danir sáu áfram um utanríkismál og landhelgisgæslu. Sama ár var einmitt frostaveturinn mikli, eldgos í Kötlu og spænska veikin reið yfir landið. Íslendingar völdu sér greinilega hinn fullkomna tíma til að fá fullveldi, í skjóli mikilla hamfara og veikinda. Núna í kreppunni hefði verið ágætt að halda í þetta samband við Dani, óskandi væri að menn gætu séð fyrir þegar kreppir að í fjármálunum eða að einhverjir hefðu nú bara varað okkur við því sem koma skyldi… 😉

Getum huggað okkur við það að Sigurrós er alltaf frábær landkynning… 😀

Auglýsingar

5 responses to “22 dagar til jóla! :D”

 1. Oddur says :

  Jeg var gríðarlega ánægður með Bond, saknaði ekki mikið gadgets-anae en ég saknaði mikið setningarinar „My name is Bond, James Bond!“ hvað er málið með að það kom aldrei!!??

 2. Jonni says :

  Fuck ass léleg mynd. Guð minn almáttugur. Eins og þeir hafi tekið 2 tíma efni úr Casino Royale og búið til nýja mynd. Það vantaði klárlega Q með alla nýjustu gadget-ana og hann fékk sér ekki einsinni „Shaken not stirred!“ … OG HVAR VORU ALLAR HÁLF-NÖKTU TJÉDDLÍNGARNAR SPYR ÉG??!

  Ég sverða Þórhallur Helgason, það er inngróðinn á þér böll*****!! 😉

 3. Keno Don Hugo Rosa says :

  Oddur, af hverju ætti SECRET agent alltaf að vera að segja til nafns 😉 Enda kemur þessi fræga setning hvergi fyrir í bókum Flemming Geirs. Og Jonni, kellingar með inngróinn (veit ekki hvað inngróðinn er, sennilega eitthvað bankalingó) böll þurfa gadget. Alvöru kallar slá aðra bara kalda 😀

 4. Oddur says :

  Þó að þessi setning komi hvergi fram í bókunum eru þær partur af myndunum og ég saknaði hennar mjög mikið!! Já þú færð meira að segja tær í tilefni dagsins!!

 5. Steina says :

  Þessi nýi Bond er svo glataður að það er ekki horfandi á hann..hvaða Andrés Andar munn er maðurinn með…hann virðist með meira botox í vörunum en einhver Hollywood dúkkan…svei mér þá…. ég reyndi að horfa á Casino Royale á DVD um daginn og ég bara gafst upp….Algjörlega óhorfandi á manninn… 😦

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: