Yes, we can…

Ég var svo eftir mig eftir kosningarnar á þriðjudag að ég gat bara ekki bloggað fyrir geðshræringu (það, eða almenn leti, take your pick). Ég stóð við orð mín og vakti yfir þessu (að mestu leyti, dottaði aðeins á milli fjögur og fimm) og varð vitni að því, í beinni útsendingu, þegar McCain steig í pontu og játaði sig sigraðan og einnig þegar Obama mætti með fjölskyldu sína á sviðið í Chicago og flutti ræðu sem nýkjörinn forseti Bandaríkjanna (en tekur þó ekki við formlega fyrr en 20. janúar). Geðshræringin var mikil og mátti m.a. sjá Jesse Jackson og Oprah Winfrey hágrátandi af gleði í mannfjöldanum. Þrusu ræða hjá gaur sem verður vonandi þrusu forseti. Þegar ég verð spurður hvar ég hafi verið þegar Obama var kosinn forseti hef ég því svarið á reiðum höndum, uppi í sófa á Bremens undir teppi að horfa á! 😉

Annars lærði ég heilmikið af þessu glápi, t.d. varð ég margsfróðari um landafræði Bandaríkjanna og reyndi áðan að telja upp öll 50 fylkin og komst upp í 42 áður en ég gafst formlega upp. Að vísu kom það mér spánskt fyrir sjónir að sjö af þessum átta fylkjum sem ég klikkaði á voru fylki sem McCain vann, sennilega af því að þau eru auðvitað yfirfull af bölvuðum vitleysingum. Hinsvegar bið ég íbúa Maine hér með formlega afsökunar á fáfræði minni… 😉

Í dag er laugardagur, þ.e. dagur til að halda til lauga og baða sig. Ég er að vísu ekki búinn að gera það en ég laugaði hinsvegar skítugu fötin okkar,  ‘laugaði’ uppvaskið frá því í gær, ‘laugaði’ gólfin með ryksugunni og ‘laugaði’ að auki klósettið með þar til gerðum hreingerningarlegi. Að vísu var ég búinn að búa mér til TODO (sem ég ætla að þýða sem GeraSkal) fyrir daginn í dag sem er eftirfarandi:

 • Þvo þvottinn
 • Ryksuga
 • Þrífa klósetið
 • Vaska upp
 • Skrifa tímaskýrslu fyrir síðustu viku
 • Horfa á United vinna Arsenal
 • Blogga!

Ég er semsagt búinn með allt á þessum lista (líka að blogga, með þessu blaðri) fyrir utan leikinn sem byrjar eftir nákvæmlega fimm mínútur þegar þetta er skrifað. Að vísu þarf United auðvitað að vinna Arsenal til að listinn geti talist fullkláraður í lok dagsins, vonum bara það besta… 😀

Auglýsingar

4 responses to “Yes, we can…”

 1. Jonni says :

  úps … Þú áttir kannski ekki alveg von á því að Arsenal tæki þetta 😉

  Kannski þú getir bara skipt út „Horfa á United vinna Arsenal“ fyrir „Baka skúffuköku“ og þá ertu done …

  GUNNERS!!

 2. laddi says :

  Já, hefði kannski betur gert það, sérstaklega í ljósi þess að ég var einmitt að baka súkkulaðiköku rétt áðan. Stupid United…

  Að vísu var þetta verðskuldað hjá Arsenal, verð að gefa þeim það… 😀

 3. Ingvi Rafn says :

  Já þú náðir ekki alveg að standa við listann. Ég ætla ekkert að bögga þig neitt á því að United hafi tapað þessum leik, frekar að minnast á hvað mínir menn unnu öruggan sigur á WBA og Keane að detta í gang… újeee

 4. Jonni says :

  Já, frábært hjá Liverpool. Loksins farnir að vinna önnur lið en toppliðin 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: