Golfáflog

Sá þetta á blogginu hans Jonna áðan og ákvað að skella mér í sama pakkann. Að vísu kemur í ljós að ég er ekki eins ‘hagkvæmur’ og Jonni, ég kemst semsagt ca. 15 kílómetra á hverjum lítra (eyði semsagt ca. 6 2/3 lítrum á hundraðið) á meðan hann nær rétt rúmlega 17. Hann er semsagt sambærilegur við hávaðasamt mótorhjól á meðan ég má sætta mig við að vera umhverfisvænn (og ljótur) Prius. Get þó allavega huggað mig við það að ég hef TÖLUVERT stærri bensíntank en hann… 😉

Rakst á sniðuga mynd á Baggalútur.is (ekki í fyrsta skipti) sem er einstaklega hæðin en um leið kannski spádómur um það sem koma skal í kreppunni, dæmi hver fyrir sig, allavega hló ég eins og vitleysingur… 😀

Get annars ímyndað mér að þeir menn sem helst börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á árum áður séu að hringsnúast í gröfunum núna yfir því hvernig er komið fyrir ungu þjóðinni sem þeir bundu svo miklar vonir við.  Held að það sé sérstaklega erfitt að kyngja því að enn smærri þjóð sé að bjóða okkur reddingu. Færeyjar?!?  Really?!?  Segi bara eins og tengdapabbi: „Ég meina, komm on…!!“

Erum að fara í afmæliskaffi í kvöld hjá Bruno sem er 31 árs í dag og óska ég honum til hamingju með þann vafasama árangur. Í tilefni kreppunnar fær hann ‘heimalagaða’ afmælisgjöf sem var einmitt tilbúin um hálf sjö í morgun. Ef ég þekki Bruno kallinn rétt þá verður hann væntanlega himinlifandi með þetta lítilræði enda ekki vanur að fúlsa við heimalagaða góðgætinu mínu…

Endapunktinn á þetta setur svo þessi fiðlugaur sem rokkar þokkalega feitt á mini-gítarinn…

Auglýsingar

3 responses to “Golfáflog”

 1. Jonni says :

  Heimalagað góðgæti? Kl. hálf sjö í morgun?? Ekki gerðiru afmælisgjöfina í klósettið!?! 😀

 2. Keno Don Hugo Rosa says :

  Held þú sért í tómu tjóni með þessa útreikninga þína (og átt að heita stærðfræðikennari ;)) Ef þú kemst 35.5 miles/gallon þá samsvarar það því að þú komist 57.13km/3.79 l. Sem að gefur okkur eyðslu upp á 6.63l/100km. Og hvernig þér datt í hug að Jonni sem kemst lengra en þú pr. gallon eyddi þá meiru en þú skil ég ekki. En eyðslan hjá honum er ca. 5.81 l/100km.

  Myndi vilja segja að það væri leiðinlegt að leiðrétta þig, en það væri tóm lygi 😀

 3. laddi says :

  hahaha, ég er jóli, reiknaði út hvað ég kemst langt á hverjum lítra og notaði svo þær tölur, aulinn ég… 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: