Krepp…

As useful as a snooze button on a smoke alarm.
– Jeremy Clarkson

Hvað á maður svosem að segja? Eiginlega er ekkert annað hægt að gera en að brosa bara og vera jákvæður. Samt er eiginlega ekki hægt að vera of kátur miðað við hvað margir hafa farið illa útúr ástandinu. Mér fannst þetta að vísu frekar fyndið, en kannski er ég bara einn um það…

Gunnar í Krossinum segist hafa séð þetta allt fyrir og meira að segja skrifaði um þetta bók sem kom út fyrir margt löngu (og enginn hefur lesið). En hann segir okkur jafnframt að það þurfi engar áhyggjur að hafa, gvuð muni redda þessu öllu saman. Hann stóð svo fyrir bænakvaki ásamt fleirum síðastliðinn þriðjudag til að biðja téðan gvuð um hjálp. Svo ég spyrji eins og fáviti, til hvers þarf hann yfirhöfuð að vera að biðja fyrst gvuð mun hvort eð er bjarga málunum?! Spyr sá sem ekki veit…

Svo hefur víst komið í ljós að Sarah Palin og Díana prinsessa eru fjarskyldar frænkur (í tíunda ættlið, svona svipað og fjarskyldustu Íslendingar). Hún er svo víst líka skyld Franklin D. Roosevelt (í níunda ættlið) sem er athyglisvert í ljósi þess að hann var demókrati. Þessi tíðindi þykja víst stórmerkileg hjá Kananum og ætti sérstaklega að gleðja repúblikana, því þetta dregur þá athygli fjölmiðla frá þeirri staðreynd að þrátt fyrir að geta stært sig af góðu ætterni er hún samt örviti. Spyrjið bara Matt Damon, hann er klárlega sammála mér! 😀

Þarftu að segja upp eiginkonunni/kærustunni/elskhuganum/uppblásnu kindinni? Hér er klárlega lausnin. Svo er hérna smá glaðningur fyrir þá sem muna eftir Rick Astley. Getið treyst því að hann bregst ekki á ögurstundu. Og fyrst við erum byrjuð á 80s poppi, þá er hérna ‘original’ útgáfan af frægum a-ha smell… 😉

Auglýsingar

2 responses to “Krepp…”

  1. Keno Don Hugo Rosa says :

    Fæ alltaf kjánahroll þegar Gunnar og fleiri byrja að tjá sig. Muna þeir ekki eftir því sem stendur í Bókinni þeirra (sem þeir hafa sennilega ekki lesið eða muna bara það sem þeim passar að muna). Mig minnir alla vega, og fólk má þá leiðrétta mig ef það er rangt, að þar standi einhvers staðar „Gvöð (maður skrifa ekki gvuð) hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“. Og svo sagði einhver vís maður líka „Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn“. En það er nú bara svona málsháttur…

  2. Þóra Marteins says :

    mig langar reyndar pínu að sjá hver antíkristur á að vera 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: