6. október

Fyrir 38 árum síðan þá fæddist á þessum degi lítill pjakkur í Reykjavík. Hann þótti strax mikið krútt, með himinblá augu og þykkt, mikið og krullað hár. Hann var augasteinn foreldra sína en sérstaklega var hann í miklu uppáhaldi hjá móðurömmu sinni, en svo skemmtilega vildi til að hún fæddist einmitt nákvæmlega sama dag, bara 44 árum áður…

Fljótlega kom í ljós að hann var litlum hæfileikum gæddur á tónlistarsviðinu, gat sungið heilu lögin án þess að hitta nokkurn tímann á rétta nótu og gat framkallað ótrúlegustu óhljóð úr nánast hvaða hljóðfæri sem var. En á móti kom að hann var ávallt mikill bókaormur (og er enn) og les í dag að lágmarki 11 bækur á viku, jafnvel fleiri ef sá er gállinn á honum. Hann fór einnig snemma að sýna mikla hæfni í að leysa alls kyns þrautir og stærðfræðidæmi, jafnvel þannig að kennurum hans þótti nóg um og sendu hann heim með þeim skilaboðum að hann skyldi stroka út það sem hann hafði gert í stærðfræðibókina sína því hann ætti að fylgja bekknum en ekki æða áfram eins og naut í flagi. Þrátt fyrir þessar tilraunir kennara landsins til að reyna að hamla þeirri þróun að pjakkurinn yrði eðalnörd þá tókst það víst ekki, enda er hann einn af mestu nördum landsins í dag…

Það sætti miklum tíðindum þegar hann fór að slá sér upp með ungri snót því hann hafði aldrei verið við kvenmann kenndur. Enn ótrúlegra þykir að þetta samband hefur núna haldist í ein fjórtán ár með tilheyrandi börnum og brúðkaupi (í þeirri röð), eitthvað hefur skvísan greinilega séð í piltinum því það fór klárlega framhjá öllum öðrum. Skvísan er í dag í þriðja sæti hjá mér yfir uppáhaldsmágkonur mínar (og er nokkuð örugg um að falla ekki neðar á þeim lista) og það þýðir þá væntanlega pjakkurinn umræddi er enginn annar en uppáhalds (og eini) bróðir minn, hann Palli… 😀

Við hjónin óskum honum (og ömmu líka, að sjálfsögðu) innilega til hamingju með annars ömurlegan dag…

Auglýsingar

2 responses to “6. október”

  1. Keno Don Hugo Rosa says :

    Takk takk. Verst að allir hafa alltaf gleymt afmælinu mínu út af afmælinu hjá ömmu, og núna verður þetta þekkt sem „dagurinn sem ísland fór á hausinn“ 😀

  2. Jonni says :

    hehe … já, fínt að hafa eitthvað til að muna. Þetta er allavega betri afmælisdagur en 11 september :/

    Til hammó með afmælið 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: