Bakaradrengur…

Eðal flatkökur Guðrúnar:

  • 5 dl hveiti (eða spelt)
  • 2 1/2 dl rúgmjöl
  • 2 1/2 dl haframjöl
  • 2 msk. sykur
  • 1 1/2 tsk. salt
  • 2-3 dl sjóðandi vatn

Þurrefnunum blandað saman í skál.  Vatninu hellt útí og hrært saman þar til það er orðið mátulega þykkt. Passa uppá að hnoða alls ekki of mikið og alls ekki leyfa deiginu að kólna á meðan það er hnoðað.  Skiptið deginu í 8-10 hluta og fletjið út (í höndum eða með kökukefli), ef deigið er blautt er fínt að nota hveiti og etv. blanda smá natroni í það líka (til að gera kökurnar létt stökkar að utan).

Steikið svo kökurnar á hellu eða pönnukökupönnu (athugið, pannan verður basically ‘ónýt’ eftir þessi ósköp) í eins stutta stund og þið mögulega þorið, 10-15 sek (ish) á hvorri hlið. Hendið svo kökunum á disk og hyljið með plasti/álpappír, þá soðna þær í miðjunni (ef þær eru það þykkar). Leyfið þeim aðeins að kólna og borðið svo með því áleggi sem þið helst kjósið (mæli sérstaklega með kavíar, er eðal stöff).

Og já, ég er nokkuð öruggur um kynhneigð mína… 😉

Auglýsingar

One response to “Bakaradrengur…”

  1. Keno Don Hugo Rosa says :

    Jepp, alveg snar- keng- viðsnúinn 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: