I’ve got it covered…

Þar sem ég var nú að benda á hvað Celine nokkurri Dion tókst afskaplega illa upp við að taka aftur AC/DC smellinn ‘You Shook Me All Night Long’ þá er kannski ekki svo galið að reyna að búa til lista yfir bestu cover-in (að mínu mati, auðvitað).  Hér er topp 10 (í stafrófsröð), upphaflegur flytjandi/höfundur er innan sviga:

 • All Along the Watchtower, Jimi Hendrix (Bob Dylan)
  Dylan er auðvitað alltaf snilld en Jimi tekur þetta bara svo svakalega vel að þetta er ‘standard’ á svona cover laga listum… 😉
 • …Baby One More Time, Travis (Britney Spears)
  Þó ég sé klárlega mikill Britney maður (eh, yeah) þá verð ég nú að viðurkenna að Travis gera þetta töluvert betur en hún! 😀
 • Boyz in the Hood, Dynamite Hack (Eazy E)
  Þetta þekkja ekki margir, en ég mana ykkur til að finna orginalinn, þá áttið þið ykkur á því hvað þetta er mikið snilldar cover.
 • Easy (Like Sunday Morning), Faith No More (the Commodores)
  Það skákar auðvitað enginn Lionel en rokkhausarnir gera þetta hinsvegar glymrandi vel, tólf stjörnur af þremur mögulegum!
 • Here Comes the Sun, Richie Havens (The Beatles)
  Ótrúlega nett gítarútgáfa af annars stórgóðu lagi, smellhittir í mark…
 • Nothing Compares 2 U, Sinead O’Connor (Prince)
  Heyrði þetta fyrst sem polli, vissi ekki að þetta væri cover, er alltaf klassískt…
 • Personal Jesus, Johnny Cash (Depeche Mode)
  Johnny sýnir og sannar af hverju hann var svalari en allt sem svalt var, rúllar upp Depeche Mode og slær ekkert af…
 • Superstar, Sonic Youth (the Carpenters)
  Ótrúlega þétt cover af sykursætri ballöðu, tekst að gera þetta nett spooky og það er bara brill…
 • Tainted Love, Soft Cell (Gloria Jones)
  Eiginlega eina útgáfan af þessu lagi sem fólk þekkir (Marilyn Manson hvað?!?), klassískt 80s!
 • With a Little Help From My Friends, Joe Cocker (The Beatles)
  Kokkurinn gerir það eina rétta í stöðunni, breyta melódíunni því annars ætti hann ekki séns í Bítlana. Auk þess var þetta intro-ið fyrir ‘Bernskubrek’, good times…

Svo fá þessi lög ‘honorable mention’:

 • Alabama Song (Whiskey Bar), The Doors (Weill/Brecht)
  Jim Morrison að syngja um viskí, basic…
 • Common People, William Shatner (Pulp)
  Ef það er eitthvað sem Shatner-inn kann (og það er ansi margt), þá er það að taka cover klárlega ein hans allra sterkasta hlið, snillingur… 😉
 • Hallelujah, Jeff Buckley (Leonard Cohen)
  Ótrúlega flott útgáfa. Drukknaði síðar í sundlaug. Tragískt.
 • I Will Survive, Cake (Gloria Gaynor)
  Skemmtileg poppútgáfa af gamla diskósmellnum.
 • Me and Bobby McGee, Janis Joplin (Kris Kristofferson)
  Ef hún hefði verið með hattinn hefði þetta lag verið á topp 10… 😉
 • Respect, Aretha Franklin (Otis Redding)
  R-E-S-P-E-C-T!
 • Songbird, Eva Cassidy (Christine McVie)
  Hef aldrei heyrt orginalinn, veit bara að þetta er með flottari lögum sem ég hef heyrt…
 • Sympathy for the Devil, Guns N’ Roses (Rolling Stones)
  Toppa klárlega ekki Stones útgáfuna en tekst samt nokkuð vel upp hérna…
 • Turn, Turn, Turn, the Byrds (Pete Seeger)
  Verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt orginalinn, en cover-ið er klárlega einn af þessum tímalausu klassíkerum.
 • Twist and Shout, The Beatles (the Isley Brothers)
  Menn segja að ef Bítlarnir tóku þetta lag á tónleikum þá var það alltaf sem síðasta lag því Lennon kláraði alltaf röddina við að syngja það… 🙂

Góðar stundir…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: