Ísland.no

Ísland er í nettu rugli, það er ekki hægt að neita því þessa dagana.  Skoðaðu áðan gengið og er frekar feginn að hafa þó allavega millifært í gær, hefur hækkað upp í 21 og 1/2 síðan þá.  Verð líka að teljast frekar heppinn að hafa ekki fjárfest neitt á Íslandi, það er orðið nánast verðlaust núna.  Fólk heimtar aðgerðir, Evrópusambandið og upptöku evrunnar sem er þó ekki möguleg án langs aðdraganda og verður aldrei möguleg lausn á þessu ástandi hér og nú…

En hvernig væri að líta sér aðeins nær?  Það væri t.d. miklu nær að ganga bara Noregskonungi aftur á hönd!  Við erum genalega tengd Norðmönnum, tungumálin okkar eru af sama stofni, þeir eru sveitamenn, við erum (tjah, allavega Guðni Ágústsson) það líka, þeir eiga olíu, okkur vantar olíugróða.  Þetta er fullkomið!  Getum haldið nýjan Kópavogsfund heima hjá Palla og Kaju í Baugakórnum, málið dautt, allir sáttir og Íslendingar geta byrjað að bruðla með norsku krónuna strax á morgun (ef við afsölum okkur fullveldinu fyrir lok dags, þ.e.) í staðinn fyrir þessa meingölluðu íslensku.  Væri þetta ekki gáfulegri lausn?!? 😀

Auglýsingar

3 responses to “Ísland.no”

  1. Keno Don Hugo Rosa says :

    Ég er byrjaður að baka fyrir fundinn. Bara að fá kóngana tvo hingað (þá Harald V og Davíð I) og þeir redda þessu fyrir kvöldmat.

  2. Jonni says :

    Alveg slétt sama hver tekur við okkur … bara að það séu ekki helvítis Svíarnir!!

  3. Þóra Marteins says :

    hahahaha

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: