Impedimenta

Millifærði frá Íslandi áðan á genginu 20 og 1/2, það er auðvitað eitt það allra svartasta sem ég hef séð. Rak svo augun í þessa frétt, þetta á víst bara eftir að versna.  Ísland, stórasta land í heimi?!?  Hef haldið geðheilsunni með því að benda á að á móti kemur að íbúðin okkar hér í DK verður töluvert verðmeiri.  En það hjálpar svosem lítið þessa stundina, ekki fer maður að selja ofan af sér kofann að hausti þegar allur veturinn er eftir hérna úti.  Auk þess er víst húsnæðismarkaðurinn hérna í DK gjörsamlega hruninn, sérstaklega í Kaupmannahöfn, þannig að maður gæti hvort eð er ekkert selt hjallinn.  Ef ég væri ekki að eðlisfari bjartsýnn og glaðlyndur væri alveg hægt að leggjast í nett þunglyndi…

En að sjálfsögðu verður ekkert svoleiðis í boði.  Segi bara eins og Sverrir Stormsker: „Horfð’á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri.“  Það hefur t.d. hjálpað töluvert að horfa á þetta viðrini.  Að hugsa sér, þetta gæti orðið næst-næsti forseti Bandaríkjanna (ef við gefum okkur að hún og McCain verði kosin í nóvember og hann hrökkvi svo uppaf (sem verður að teljast nokkuð líklegt miðað við aldur hans og heilsu)).  Held að ég taki undir með snillingnum sem orðaði þetta nokkurn veginn á þessa leið: „Loksins er komin fram á sjónarsviðið manneskja sem lætur George Bush yngri líta út fyrir að vera gáfumenni.“  Hverju orði sannara.  En hún má nú eiga eitt, blessunin, það er auðvelt að hlæja að/með henni

En þá að föstum lið hérna á þessu blaðri, drasl af veraldaravefnum.  Fyrst er rétt að benda fólki á þessa frétt. Þetta á víst sérstaklega við um ríkisstarfsmenn, kannski starfsmenn Glitnis séu þá núna í áhættuhópi.  Svo er þetta auðvitað gamalt en alltaf jafn svakalega fyndið, negri í Þistilfirði, maður lifandi!  Svo er hérna yfirlit yfir nokkur af þeim fjölmörgu atriðum úr Simpsons þar sem þessir snillingar sem skrifa þetta eru að vitna í kvikmyndasöguna, fróðlegt og skemmtileg á miðvikudegi.  Menn segja að þetta sé versta cover lag allra tíma, dæmi hver fyrir sig, en alveg spurning um að Celine blessunin haldi sig bara við ballöðurnar…

Svo í lokin eru hérna nokkrir helvíti góðir bolir sem eru komnir á óskalistann fyrir næstu jól (ef þau verða þá haldin yfirhöfuð í kreppunni): bolur 1, bolur 2, bolur 3, bolur 4, bolur 5, bolur 6 (þessi er bara fyrir eðalnörda, btw) og bolur 7. Þannig að ef ykkur vantar jólagjafahugmynd fyrir kallinn þá nota ég medium… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: