0.07-0.2%!

Grænu augun min...

Grænu augun mín (eða allavega annað þeirra)...

Já, gott fólk, það eru ca. líkurnar (ish) á því að vera eins og ég, þ.e. með græn augu OG örvhentur!  Las mér til um þetta í vikunni og komst að því að örvhentni (nýyrði) er ‘kvilli’ sem plagar ca. 7-10% mannkyns (þrátt fyrir sífelldar tilraunir til að útrýma þessum andskota).  Reyndar hafa verið allskyns leiðir, lyf, barsmíðar og jafnvel aflimanir en af einhverri ástæðu virðist það ekki ætla að bera neinn árangur.  Við getum þó glaðst yfir þeirri staðreynd að örvfatlaðir (annað nýyrði) lifa almennt styttra en eðlilegt fólk, sem er win-win fyrir alla.

Þjáningarsystkinum mínum bendi ég á að til eru ýmsar leiðir til að gera sér þessa fötlun bærilegri, t.d. eru til verslanir sem selja varning ætlaðan örvhentum.  Vil benda fólki á þetta myndband til að sjá nauðsyn þess að slíkur varningur sé í boði, ekki þætti það nú góð lenska að neita farlama manni um hjólastól, þetta er ósköp svipað (ish)…

Með augnlitin þá eru það víst brún augu sem eru algengust, því næst blá og svo grá og svo rekur grænn lestina þar sem aðeins 1-2% (ish) mannkyns er með græn augu.  Þetta þykir mér alveg stórmerkilegt!  Ekki bara er þetta lang flottasti liturinn, heldur er hann líka óalgengastur (af náttúrulegu litunum, þessir með freaky rauð eða fjólublá augu teljast ekki með).  Fyrir vikið er ég gríðarlega ‘special’ enda með bæði þessi heilkenni sem ég deili með einungis 0.07-0.2% mannkyns.  Spurning hvort ég sé ekki bara gjaldgengur á The ‘Special’ Olympics… 😉

Fann ansi skemmtilegt myndband á alnetinu um daginn sem sýnir hvernig ‘plöntuhringir’ myndast, æ, þið vitið, þessar skrýtnu myndir/tákn sem bara ‘birtast’ upp úr þurru á kornökrum um allan heim og fólk heldur að séu skilaboð frá geimverum.  Rakst svo á fleira skemmtilegt, t.d. fréttafólk sem mismælir sig í beinni útsendingu, alltaf skemmtilegt. Svo er þetta myndband auðvitað bara steik, veit ekki alveg hvað er í gangi þarna, maður lifandi! Will Ferrell tók sig svo til um daginn og setti myndband á netið þar sem hann svarar spurningum frá ‘aðdáendum’. Svo var einhvar múslimaklerkurinn að pípast, alltaf jafn gáfuleg þessi ‘viska’ þeirra. Er að vísu sammála því að tortíma Mikka mús, ‘hraðspóla’ alltaf yfir sögur með honum í Andrésblöðunum, eru undantekningarlaust hrein ömurð…

Og svo í lokin, ljúfir tónar frá meistara Rachmaninoff og Karl Jenkis

Auglýsingar

3 responses to “0.07-0.2%!”

  1. Þóra Marteins says :

    svakalega ert þú spes 🙂

  2. oddurinn says :

    Góð samantekt. Ég var að spá hvort að þú gætir reiknað fyrir mig hvað ég væri mörg prósent að heiminum, reikna nú með því að ég sé sá eini. Rauðhærður, örvhentur, (bara með bolta, skrifa, borða og fleira með hægri) og örvfættur. Shit, held það eigi bara að lóga mér!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: