The reports of my death are seriously exaggerated…

Orðið ansi langt síðan síðast.  Er búinn að fljúga til baka frá Spáni, fara aftur í veiði, hlaupa hálfmaraþon, fara í tvö brúðkaup og fljúga svo aftur út til Köben frá því ég lét síðast heyra í mér.  Heppilega fyrir ykkur (sem eruð sennilega löngu hætt að kíkja hingað við því ég skrifa aldrei neitt) þá hef ég af nógu að taka og nógu frá að segja…

Spánarferðin var helvíti fín.  Brann að vísu snemma í ferðinni og var fyrir vikið ekki mikið í sólinni en það stoppaði mig (og pabba) samt ekki af í því að fara fimm sinnum í golf sem var rakin snilld.  Svo átum við góðan mat, fórum í skoðunarferðir og slökuðum gríðarlega vel á í hitanum…

Eftir að heim var komið þá tók við vika af vinnu og gleði í Turninum í Smáralindinni en vinnan er semsagt flutt þangað.  Það er algjör snilld að vera að vinna uppi á 16. hæð með útsýni í allar áttir.  Auk þess er þetta styttra frá Álftanesinu og í alla staði skemmtilegri skrifstofu en sú í Laugardalnum.  Allavega er ég gríðarlega ánægður með skiptin og vona að við verðum þarna sem lengst, sérstaklega er þægilegt að hafa World Class á hæðinni fyrir neðan (þó svo sumum sé hreinlega um megn að fara niður eina hæð til að fara í ræktina (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafninu hans er Eiríkur Sveinn Hrafnsson))… 😉

Fór í brúðkaup hjá Stefáni og Sóleyju þann 9. og ‘missti’ fyrir vikið af gay pride, gríðarlega svekkjandi.  Brúðkaupið var hinsvegar hin besta skemmtun þannig að þetta jafnaðist út, Páll Óskar hlýtur að fyrirgefa mér einhvern daginn…

Við Palli bróðir hentum okkur svo í veiði 18. ágúst (aftur) og með okkur í för var Kolbeinn frændi.  Eyddum fjórum dögum við veiðar í allt of góðu veðri sem kom niður á veiðinni sem var í dræmasta lagi.  Ég fékk einn lax og Palli fjóra og þá fimm í heildina.  Kolbeinn fór hinsvegar heim með öngulinn í enninu.  Það var hellingur af fiski í ánni og þegar mest var sáum við ein átján stykki af öllum stærðum og gerðum (einn var lágmark 30 pund) í Fálkafossi (efsti veiðanlegi hylur árinnar) þannig að ekki var fiskileysi um að kenna.  Vatnshæðin var bara allt of lítil og hitinn allt of mikill.  En þetta var hinsvegar í staðinn nett sólarlandastemmning og VEL slakað í fyrir vikið…

Þegar við hættum að veiða 22. ágúst á hádegi hentum við í töskur, þrifum veiðikofann eins hratt og við gátum og brunuðum af stað í bæinn.  Á leiðinni hlustuðum við á Íslendinga vinna Spánverja á Ólympíuleikunum og náðum meira að segja að sjá síðustu þrjár mínúturnar á bensínstöðinni á Vopnafirði.  Vorum komnir í bæinn um tíuleytið og ég var sofnaður rétt fyrir miðnætti.  Af hverju skiptir þetta máli?  Jú, því að morguninn eftir þurfti ég að vakna snemma og gera mig kláran í hálfmaraþonið!  😀

Vöknuðum um sjöleytið, settum í okkur morgunmat, drifum okkur í hlaupafötin, reimuðum á okkur skóna og héldum af stað niður á Lækjartorg.  Þar hittum við fyrir rúmlega 2000 aðra hlaupara sem voru að gera sig klára til að hlaupa af stað í 21.1/42.2 km stundvíslega klukkan 8:40.  Við stilltum okkur upp og biðum eftir ræsingunni.  Þegar svo allt fór í gang þá hlupum við bara með hópnum af stað áleiðis þessa 21.1 km sem við vorum búin að áætla að hlaupa…

Þetta var (ótrúlegt nokk) gríðarlega gaman.  Fengum fullt af hvatningu á leiðinni frá allskonar fólki sem barði bumbur og hrópaði slagorð þegar við hlupum framhjá þeim.  Seltjarnarnesið gekk fínt og við vorum búin að hlaupa í ca. klukkutíma eftir 10 km.  Þá var hlaupið meðfram Sæbrautinni áleiðis að Sundahöfninni.  Þegar þangað var komið þá fór ég að finna fyrir orkuleysi sem bananinn sem ég fékk eftir 16 km náði ekki að slá á.  Ég sagði á þessum tímapunkti við Þórunni að vera ekkert að bíða eftir mér þannig að ég hún hélt sínum hraða og ég hægði aðeins á mér og einbeitti mér bara að því að komast í mark.  Það hafðist svo eftir 2 tíma, 16 mínútur og 54 sekúndur.  Ekkert gríðarlega góður tími en fuck it, ég komst í mark!  Takmarkinu var náð og ég er staðráðinn í því að gera þetta aftur… 😀

Um kvöldið var svo brúðkaupið hjá Jonna og Erlu.  Klassa brúðkaup í alla staði þar sem Guðjón Ingi reyndi að stela senunni í athöfninni sjálfri og ‘nektarmyndir’ af Jonna í veislunni vöktu kátínu meðal gestanna.  Runi og Ástþór stóðu sig gríðarlega vel sem veislustjórar og maturinn var hrein snilld.  Fer klárlega á topp 10 listann yfir þau brúðkaup sem ég hef farið í… 😀

Síðasta vikan á Íslandi fór svo bara í vinnu og afslöppun.  Þórunn (sem hafði unnið allt sumarið á geðdeildinni) var í fríi og reyndi að slappa af á Álftanesinu og ég reyndi að vinna eins ‘mikið’ og ég gat á meðan.  Við fórum svo út aftur mánudagsmorguninn 1. september.  Hundleiðinlegt að fara út en hinsvegar fínt að vera kominn þangað, komast aftur í góða rúmið og allt dótið sitt…

Palli og Kaja komu svo í heimsókn til okkar á föstudaginn síðasta og fóru svo aftur heim í gær.  Hentum okkur með þeim í Tívolí og í bæinn.  Var fínt að fá þau í heimsókn enda höfðu þau aldrei komið til okkar áður öll þessi sex ár okkar í útlöndum (allavega aldrei þegar við höfum verið heima)…

Á morgun er svo ferðinni heitið til Árósa á Klakamót, meira um það síðar… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: