Spanjóladruslur…

Yo yo yo yo yo! Nei, ég er sko ekki dauður, og hef aldrei verið!  Þurfti bara að safna smá ‘kröftum’ til að nenna að henda inn einhverju rausi handa ykkur sem heima sitjið og bíðið þrælspennt eftir því að heyra meira frá mér og ævintýrum mínum í lífinu.  Rúmlega mánuður síðan síðast og þá kannski réttast að fara yfir stöðu mála og hvað hefur nú markvert gerst síðan þá…

Þórunn kláraði síðasta prófið sitt í lok júní og náði því nokkuð létt þannig að hún er officially búinn með fimmta árið í læknisfræðinni, glæsilega gert hjá skvísunni!  Hún er þessa stundina stödd á Landsspítalanum að vinna sem aðstoðarlæknir á geðdeildinni, um að gera að reyna að nýta þessa menntun í eitthvað, sérstaklega eitthvað sem gefur eitthvað í aðra hönd.  Á meðan hún hefur verið að vinna þar (byrjaði 1. júlí) þá hef ég verið önnum kafinn við allskonar leti og vitleysu…

Byrjaði á því um leið og við komum til landsins 30. júní að henda í ferðatösku aftur og var sóttur af Palla brósa og saman keyrðum við í Kelduhverfið þar sem við hittum fyrir gamla manninn auk Benna og Sigtryggs en saman ætluðum við að gera klárt í ánni fyrir austan og renna svo fyrir lax að því loknu.  Mættum á svæðið 1. júlí í þvílíku drulluveðri að annað eins hefur ekki sést á landinu á þessum árstíma.  Við Palli vorum settir í skítverkin, koma upp rellunni (sem var þrautin þyngri í rokinu og rigningunni) og vorum rétt búnir að missa hausinn í hamaganginum.  Svo settum við saman hrútinn (sem sér um að dæla vatni inn í veiðihúsið) en það stóð eitthvað á sér þannig að við eyddum allt of miklum tíma úti í rigningunni við að skrúfa hann sundur og saman með litlum árangri.  Svo tók við bið eftir því að geta sett saman stangir og beitt flugu á línu fram á næsta dag.  Veiðin gekk svo þrusuvel þó svo að vatnsmagnið í ánni hafi verið með heldur meira móti en ég á að venjast.  Fyrir vikið var lítið um fluguveiði en þeim mun meira um maðkinn.  Í heildina komum við 10 löxum á land, Palli tók þrjá (missti einn eftir hetjulega baráttu), Benni tók þrjá með hálfgerðri rányrkju (dorgveiði to the max), ég tók tvo, þar af annan eftir langhlaup á milli hylja sem var svo stærsti laxinn (10 pund) og Sigtryggur landaði tveimur.  Allt í allt stórfín byrjun og mikil veiði þrátt fyrir litla ástundun og mikla leti… 😀

Varði svo næstu tveimur vikum í vinnu í Laugardalnum, fór á fundi til að hitta fólk sem maður hefur verið að vinna fyrir sem er alltaf jafn ánægt að fá að sjá mann (ótrúlegt en satt).  Við höfðum það líka af 22. júlí að pakka saman öllu draslinu í Laugardalnum og flytja það í Turninn í Kópavoginum þar sem nýja skrifstofan verður opnuð á næstu dögum, styttra að fara frá Álftanesinu og ekki spillir útsýnið á 16. hæð fyrir heldur…

Daginn eftir var svo aftur pakkað í tösku og haldið út á flugvöll þar sem Iceland Express rella var tekinn áleiðis til Alicante á Spáni.  Þaðan var farið í bílaleigubíl í vesturátt til lítils strandbæjar sem heitir Almerimar sem er á Costa del Sol, um 150 km austur af Malaga (ef það hjálpar einhverjum).  Þar hef ég svo legið í leti síðan og er einmitt núna á netkaffi til að geta hripað niður þessar línur.  Nenni að vísu ekki að henda inn myndum strax, hvorki úr veiðinni né héðan frá Spáni fyrr en ég er kominn heim aftur.  Hafði það af á mánudag að brenna allsvakalega þannig að núna ligg ég mest bara inni með kalda bakstra á bakinu en það er svosem leti líka á ákveðinn hátt… 😉

Þangað til næst, verið hress, ekkert stress, adios!

Auglýsingar

2 responses to “Spanjóladruslur…”

  1. Þóra Marteins says :

    Gaman að heyra frá þér kæri frændi. Hafðu það gott á Spáni og ég bið að heilsa Þórunni 🙂

  2. Gussi says :

    Þú varst flottur í maraþoninu um daginn. Mig langaði mest að hoppa upp á hjól og endurgjalda þér stuðningin frá því í vor, en var því miður upptekinn.

    Hvernig gekk annars hlaupið, varstu ekki annars að fara 21km? Er markmiðið enn sett á Kaupmannahafnarmaraþon í vor?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: