Kenning…

Er með ákveðna kenningu sem hljómar nokkurn veginn svona:  Því verra sem lag er í Júróvisjón (að mínu mati, auðvitað) því betur mun því vegna.  Þetta á klárlega við um íslenska framlagið í ár því það er skelfilega lélegt en náði samt sem áður upp úr undanrásunum (í fyrsta skipti sem Íslandi tekst að komast upp úr undankeppninni) og fær að keppa aftur á morgun.  Við hjónin horfðum á nákvæmlega tvö lög í sjónvarpinu í gær, það íslenska og það sænska.  Það sænska var verra en það íslenska og mun því klárlega vegna betur (enda spáð sigri, merkilegt nokk) og ég geri ráð fyrir að það séu fjölmörg álíka léleg lög þannig að ég get verið nokkuð viss um að Ísland mun ekki vinna (miðað við kenninguna allavega).  En það er ekki nokkur einasti möguleiki á að ég muni eyða laugardagskvöldinu í að horfa á Fómó og Vagína breima sitt gaul með hinum metróhommunum í Serbíu til að sannreyna þetta.  Þá kýs ég nú heldur að hlusta á gott garnagaul…

Hjólaði eina 15 km í gær til þess að horfa á fótboltaleik, djöfull er maður orðinn klikkaður.  Það fyndna er að mér datt samt aldrei í hug annað en að hjóla.  Það að taka strætó/metró/lest er ekki lengur option nema að vegalengdin sé það mikil að hjólatúrinn sé farinn að taka einhverja klukkutíma.  30-40 mínútna hjólatúr er nefnilega gríðarlega hressandi og fín hreyfing auðvitað.  Það spillti að sjálfsögðu ekki fyrir að IF Guðrún unnu leikinn frekar auðveldlega, settu átta mörk á meðan andstæðingurinn náði bara að setja eitt.  Einhverjir myndi kalla þetta rúst og það er sennilega ekki röng skilgreining.  Tók nokkrar myndir af gleðinni sem er hægt að sjá á myndasíðunni minni

Við Björgvin vorum svo gríðarlega hrifnir af hádegisbíóferðinni um síðustu helgi að við höfum ákveðið að endurtaka leikinn á morgun og skella okkur á Indy 4.  Sýningin byrjar klukkan 11:00 sem er gríðarlega ‘ókristilegur’ tími hvað bíómyndagláp varðar, erum búnir að panta miða og hvaðeina.  Fattaði að vísu að þetta voru sennilega gríðarleg mistök hjá okkur, hefðum frekar átt að panta miða á sýningu á sama tíma og Eurovision og vera einir í salnum.  Tjah, allavega væri nokkuð pottþétt að þar væru engar konur og aðeins gagnkynhneigðir karlmenn, sannkölluð pylsuveisla! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: