Gettin’ a little long…

Bíddu, hvar vorum við?  Já, alveg rétt, síðasta fimmtudag!  Fór semsagt að keppa og það var bara fínt fyrir utan að við rétt mörðum jafntefli á móti mun slakara liði.  Vorum eiginlega ljónheppnir að tapa ekki, lentum 2-0 undir en náðum að jafna í lokin.  Hefðum að vísu getað stolið sigrinum en það gekk ekki eftir, 1 stig og menn nokkuð sáttir.  Daginn eftir (föstudag) fór ég svo aftur að keppa og þá með Celtic.  Það gekk ekki eins vel og við töpuðum 5-1, vorum eiginlega arfaslakir á allar hliðar og kanta.  Maður er sennilega bara svona lélegur…

Það var alveg svakalega gott veður alla síðustu viku sem náði svo hámarki yfir helgina.  Við Tótla sáum að eina vitið væri að nýta þetta veður í eitthvað gáfulegt og drifum okkur niður á strönd!  Tókum með okkur teppi, púða, sólarolíu og grill + pylsur og eyddum megninu af eftirmiðdeginum í sólinni.  Hittum Sigríði mágkonu sem var í slagtogi með Bryndísi, Jóni og Degi og við lágum saman í góðri hrúgu á fínum bletti við ströndina.  Myndir af gleðinni er að finna á myndasíðu okkar hjónanna fyrir áhugasama.  Um kvöldið fórum við svo út og hittum Björgvin og Guggu yfir sushi og fengum okkur svo ís á eftir.  Klassa dagur í alla staði!

Á sunnudag var svo tekin nett afslöppun fram eftir degi en ég fór svo niður í bæ og hitta Sigga (bjó hérna úti og var með mér í boltanum, var í stuttu stoppi) á The Globe og við horfðum saman á síðasta leik United í deildinni í vetur.  Sigur þýddi að titillinn væri í höfn og mínir menn kláruðu að sjálfsögðu dæmið við mikinn fögnuð, alltaf gaman þegar United verður enskur meistari.  Nú vonar maður bara að þeir taki tvennuna með sigri í Meistaradeildinni á miðvikudaginn kemur…

Vikan hefur annars verið afar róleg í alla staði, Þórunn að læra (eins og venjulega) og ég að vinna.  Heppilega hefur hitinn aðeins lækkað þannig að manni líður ekki eins svakalega illa í hitanum en ég er samt með viftuna í gangi í þessum skrifuðu orðum, just in case.  Fór svo að keppa í gær, hefði betur sleppt því.  Við unnum að vísu leikinn, sem var bráðfjörugur, 6-4 en ég þurfti að haltra útaf eina ferðina enn með tjónaðan nára og er alvarlega að spá í að leggja bara skóna á hilluna fram á næsta haust og leyfa þessu að jafna sig almennilega.  Hundleiðinlegt að mæta í leik, spila á hálfum dampi og vera svo alltaf að drepast í marga daga á eftir.  Betra að taka sér bara góða pásu, nóg af mönnum sem geta komið inn í liðið í staðinn fyrir mig OG spilað betur… 😉

Annars er stefnan sett á að hitta Tótlu hérna í bænum á eftir og rölta aðeins í búðir, kaupa mér nýjar spiderman nærbuxur og eitthvað þess háttar.  Svo förum við örugglega og grípum í bita hérna í bænum því við eigum pantaða miða í bíó klukkan níu.  Ég ætla hinsvegar ekki (til að falla ekki endanlega í áliti karlkyns lesenda minna) að ljóstra upp hvaða mynd Þórunni tókst að plata mig með sér á… 😉

Auglýsingar

One response to “Gettin’ a little long…”

  1. Sigridur Magkona says :

    RG baby! …. wwwwwhhipped!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: