Meðalslappur miðvikudagur…

Byrjum á því mikilvægasta.  Ef einhver á miða á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni sem hann þarf ENDILEGA að losna við þá má sá hinn sami hafa samband við mig, er alveg til í að henda mér til Moskvu í ljósi þess að UNITED KOMUST Í ÚRSLITALEIKINN!!!  Já, gott fólk, þrátt fyrir að hafa verið yfirspilaðir af Barcelona löngum stundum í gærkvöldi unnu United menn þá í gær með einu marki Paul Scholes gegn engu og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum.  Í kvöld spila svo Chelsea og Liverpool og sigurvegari þeirrar viðureignar fær að tapa fyrir United í Moskvu 21. maí.  Það væri ekki leiðinlegt að verða vitni að því… 😉

Vakti að vísu töluvert lengur í gær en ég átti von á, sennilega hefur spenningurinn yfir leiknum haft eitthvað um það að segja samt.  Hafði að vísu ekki mikla trú á mínum mönnum en þeir stóðu sig eins og hetjur þegar uppi var staðið.  Átti svo eiginlega erfitt með að sofna því ég fékk þennan fína höfuðverk sem ég virtist ekki geta losnað við sama hvað ég reyndi.  En fuck it, United komst í úrslit, höfuðverkur er minor miðað við það… 😀

Fékk símtal í gær frá einum Skotanum/Íranum sem vildi endilega fá mig til að spila leik með Old Boys hjá Celtic.  Þáði það boð bara með þökkum enda ekki á hverjum degi sem maður getur mætt í leik og verið með þeim yngstu (33 ára aldurslágmark (ég þarf að ljúga aðeins þar)), léttustu (sem er ótrúlegt en satt) og í besta forminu (sem er bara fáránlegt)!  Kem að vísu inn í vörnina þar sem þá vantar mannskap þar en það er alveg eins góð staða og hver önnur til að vera yngstur, léttastur og best ‘formaður’… 😉

Í fyrramálið er svo enn einn morgunleikurinn hjá IF Guðrúnu, alveg ótrúlegt hvað við lendum alltaf í því að þurfa að mæta fyrir allar aldir á frídögum.  Getum allavega huggað okkur við það að þetta bitnar líka á hinu liðinu.  Verst að það er aldrei sama liðið.  Hmmmm, kannski er það eiginlega bara betra, dreifa ‘ógleðinni’ á sem flesta Dani! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: