Vetur burtu farinn…

…tilveran er fín! Hér í Drottningarinnar Kaupmannahöfn er allavega komið vor (ekki alveg sumar ennþá samt) þannig að þetta lag er næstum því alveg viðeigandi. Þó svo það hafi verið sæmilega svalt í morgun þá er núna glampandi sól og skv. síðustu mælingum er hitinn 12 gráður í skugga. Allavega kjörið veður fyrir þá sem vilja dusta rykið af hjólunum og taka smá hjólatúr um bæinn, sýna sig og sjá aðra…

Annars hef ég verið nokkuð duglegur á fáknum í þessari viku. Hjólaði á/af æfingu á þriðjudag, hjólaði í vinnuna í gær, heim aftur, svo út í Valby í leik, þaðan til Baldvins til að horfa á Meistaradeildina og svo þaðan aftur heim (sem er þokkalega langt). Hjólaði svo líka í vinnuna í morgun og er svo að fara þaðan beint á æfingu áður en ég hjóla svo aftur heim. Spurning um að leggja almenningssamgöngunum bara alveg og fara ekkert nema á hjóli héreftir, hljómar allavega eins og gott challenge… 😉

En fyrst ég minntist á að ég hafi verið að keppa í gær þá verð ég víst aðeins að fjalla um það, kominn ákveðin ‘hefð’ á að þetta raus snúist að miklu leyti um ‘afrek’ mín á knattspyrnuvellinum og ég sé enga ástæðu til þess að fara að breyta því eitthvað. Sérstaklega þegar ég get sagt frá eins skemmtilegum hlut og því að ég hafi skorað………í eigið mark! Já, varð þess ‘heiðurs’ aðnjótandi að skora eina mark *eitthvað-nafn-á-dönsku-liði-hér* í leiknum í gær á meðan við settum sjö mörk hinu megin. Okkur tókst semsagt að skora öll mörkin í leiknum í 7-1 sigri. Að vísu var þetta ekki jafn fallegt mark og hjá Jóni Árna Hrísgrjóni á þriðjudag en sjálfsmark er víst alltaf sjálfsmark, ekkert hægt að segja meira um það…

Talandi um slakar frammistöður, þessi vesalings þingkona var ekki alveg að standa sig í stykkinu þarna, má þó eiga það, meira vit í þessu en öllu því sem ég hef heyrt frá biskupi Íslands! Svo er Hannah Montana (eða sú sem leikur hana allavega) víst að fara að skrifa ævisögu, verð að vera sammála slúðurblöðunum vestanhafs nema að ég held að hún nái þessu bara á fimm síður með mjög stóru letri og lágmark tvöföldu línubili. Svo er alltaf hægt að hafa gaman af Sverri Stormsker sem hraunar yfir íslenska tónlistarunnendur/flytjendur hér og svo aftur hér. Er svo sammála Serði að það hálfa væri nóg, ekkert nema helvítis peningaplokk í allar áttir. Og talandi um peningaplokk, þessi brandari er helvíti nettur (þó gamall sé)!

Og að lokum, YouTube. Fyrst er skemmtileg stuttmynd sem gefur hryggbrotnum gaurum kannski einhverjar hugmyndir hyggi þeir á hefndir á sinni fyrrverandi. Svo er hérna eitthvað með spænskum titli sem ég skil ekkert í en þetta segir sig nokkuð sjálft þegar myndskeiðið sjálft fer í gang, ekki dæma teikningu myndar af fyrstu pennastrikunum ;)! Og svo í lokin, af því að ég er svo mikill How I Met Your Mother aðdáandi, Robin Sparkles með „Let’s Go To The Mall„, enjoy!!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: