Hvað er í gangi?!?

Djöfull er þetta orðið þreytt og sveitt! Ekki það að mér líki ekki við góða afslöppun en þetta er samt eiginlega orðið bjánalegt. Fjórir dagar liðnir og ég er enn með hita! Alveg lágmark að hafa þá allavega einhvern cool og obscure sjúkdóm en venjulega pest, í fjóra daga, það er eiginlega bara lame og glatað. Og til að toppa lame-leikann þá eyddi ég ca. 20 mínútum af mínu lífi í gær í að horfa á endann á Far & Away, er allavega með óráði, það er á hreinu… 😉

En ég vaknaði semsagt í morgun um hálf sjö, að hluta til vegna þess að ég gat ekki sofið lengur en aðallega vegna þess að ég er svo stíflaður í nefinu að ég neyðist til að anda með munninum (aðallega til að halda ekki vöku fyrir Þórunni) og fyrir vikið hefur hálsinn gjörsamlega þornað upp og var orðinn frekar sár og aumur. Fór fram og lagaði mér te með sítrónu og hunangi og gott ef það hjálpaði ekki bara aðeins til við hálsaumuna. Náði svo að ‘sofna’ aðeins meira (meira svona liggja og reyna að anda með nefinu samt, án þess að það heyrðist of mikið) og ‘vaknaði’ svo aftur um áttaleytið og dreif mig bara á fætur, lítið annað að gera í stöðunni. Þórunn sagði mér svo áðan að hún hefði sofið með eyrnartappa í alla nótt, eins gott að ég var að reyna að vera hljóðlátur með ryksugunefið, frábært…

Er búinn að tilkynna forföll í leikinn á morgun, mér til mikillar ánægju og gleði (hér á að vera svona kaldhæðnismerki, en það er víst ekki til á standard lyklaborði). Þjálfarinn var að vísu mjög skilningsríkur en er nokkuð viss um að hann hlær innra með sér yfir þessum slappa ‘víkingi’ sem alltaf virðist vera eitthvað vesen með. Ef það er ekki hnéð þá pestir og leiðindi. Vona að ég sé ekki að koma óorði á Íslendinga hérna í Danmörku með þessum stanslausa og langviðvarandi aumingjaskap…

En það er í raun afskaplega lítið hægt að gera annað í svona veikindum en að vera bjartsýnn á framhaldið. Einnig getur verið gagnlegt að skoða eitthvað fyndið af netinu. Þessi gaur sýnir okkur t.d. hvernig á EKKI að koma fram við kærustuna/eiginkonuna. Það sem ég hefði verið til í að sjá er hvernig hún hefndi sín á honum, ætli hann sé ekki bara dauður :O! Karlrembur finnast víst enn í heiminum og þetta eintak er prýðisgott dæmi um eitt slíkt viðundur, skorar sennilega feitt hjá skvísunum þessi. Svo er alltaf fyndið þegar fólk með ‘óheppileg eftirnöfn‘ ákveður að ganga í hnapphelduna, Traylor-Hooker?!? Og svo getur verið áhugavert að skoða hvað lýtaaðgerðir geta gert fyrir konur, smá fitusog, sílikon og hárlenging and you’re good to go! Er það bara ég samt eða eru allar þessar konur orðnar nokkurn veginn eins?!? Bring in the fem-bots!!

Góðar stundir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: