Veikur… :(

Já, það er illa komið fyrir kallinum, bara með hita, beinverki og mildan höfuðverk.  En við komum að því betur á eftir því fyrst er þetta…

Laugardagurinn síðasti var sannkallaður ‘Laddi & Þórunn’s day of fun’ því að við ákváðum að hætta snemma að vinna/lesa (þ.e. Þórunn hætti snemma að lesa, glætan að ég hafi nennt að vinna mikið) og hentum okkur niður í bæ.  Röltum í nokkrar búðir og fórum svo og fengum okkur sushi/indverskt (Þórunn fékk sér sushi, ég indverskt) á prýðisgóðum stað við Amagertorv sem heppilega býður uppá hvort tveggja.  Ákváðum svo að hringja í mágkonuna og það varð úr að við þrjú skelltum okkur saman í bíó.  Á meðan við biðum eftir skvísunni þá fórum við á kaffihús og þá ganga Runi og Heiðrún og Sæþór og Tobba nánast beint í fangið á okkur og við settumst með þeim á lobby-ið á The Square (hótel við Ráðhústorgið) þangað til við fórum í bíóið.  Myndin var fín, Flammen og Citronen, um tvo dúdda í dönsku andspyrnuhreyfingunni í seinni heimsstyrjöldinni.  Hefði að vísu þegið að hafa hana textaða en þetta reddaðist svosem…

Sunnudagurinn var svo bara hefðbundinn lærdómsdagur hjá Tósu og ég reyndi að vinna svolítið á meðan.  Skelltum okkur svo í hlaupatúr niður á strönd sem varð á endanum töluvert lengri en ég hafði ráðgert en maður hefur svosem bara gott af því (eða það hélt ég, meira um það síðar).  Á mánudag var svo bara ‘viðskipti eins og venjulega’ og um kvöldið var svo fyrsti leikurinn í fótboltanum hjá IF Guðrúnu þetta árið þar sem við áttum leik á móti kempunum í FC Anfield.  Þetta var hrikalega gaman og við höfðum að lokum sigur 2-1 eftir bráðfjörugan leik þar sem mýmörg tækifæri fóru forgörðum af okkar hálfu og ég held að allir hafi skemmt sér konunglega…

Á þriðjudag var svo æfing hjá Celtic sem ég að sjálfsögðu fór á og ætlaði sko aldeilis að taka á því.  Þjálfarinn þar er hinsvegar (að mínu mati) frekar andstyggilegur því að eftir létta upphitun, reitabolta og tilheyrandi þá fannst honum tilvalið að henda í hlaupaæfingu sem fór þannig fram að við áttum að hlaupa á ca. 80% hraða í 17 sekúndur, hvíla í 13 sekúndur og byrja svo aftur frá byrjun á 80% og þetta máttum við gera átta sinnum í heildina (fjórar mínútur fyrir talnaglögga).  Og honum fannst þetta greinilega ekki nóg því að strax á eftir setti hann upp í ‘sjálfsmorð’ eins og það er kallað á engilsaxnesku þar sem fjórum keilum er stillt upp með 5-10 metra millibili.  Skipt er í nokkur lið og svo er keppnin fólgin í því (boðhlaupsfyrirkomulag) að hlaupið er af stað að fyrstu keilu, til baka, að næstu, til baka og að þeirri síðustu áður en maður tekur endasprett alla leið til baka aftur.  Þetta máttum við svo gera fjórum sinnum í heildina.  Erum heldur ekki að tala um einhver 80% hérna, 100% algjört lágmark.  Hélt hreinlega að ég myndi ekki líta annan dag eftir þessi ósköp…

En ég var svo ‘sniðugur’ að hafa ekki með mér hrein föt og/eða handklæði til að geta sturtað mig og shine-að eftir æfinguna og því fór ég í blautu og sveittu fötunum (það var mjög mikil rigning á þriðjudag og ekki nema um fimm gráðu hiti) alla leið heim með lest og strætó sem ég mátti bíða eftir í 10 mínútur úti í kuldanum.  Var hreinlega að krókna úr kulda og þegar heim komið þá var ég orðinn óeðlilega slappur þannig að ég mældi mig og var þá kominn með 38 stiga hita, takk fyrir.  Þannig að, börnin góð, líkamsrækt er heilsuspillandi!  Hef svo bara legið fyrir síðan og vonast til þess að hitinn fari að hverfa og ég geti aftur farið að sprikla.  Þetta er auðvitað nett sick, er það ekki?!? 😉

Auglýsingar

One response to “Veikur… :(”

  1. Bluebottle says :

    Það er svona þegar fólk tekur ekki lýsið sitt. Þá þolir það ekki kulda og vosbúð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: