Langavitleysa á föstudegi

Þessi vinnuvika var voðalega skrýtin eitthvað.  Þriðjudagurinn fór allur í fundahöld úti um allan bæ, fyrst uppi á Bæjarhálsi með snillingunum hjá Reykjavíkurborg og svo niðri í ÍR-heimilinu við Skógarsel.  En fundirnir gengu allir afskaplega vel þannig að ekki getur maður kvartað.  Á miðvikudaginn var svo bara venjulegur vinnudagur með hádegismat á Taco Bell enda hafði verið ákveðið fyrir löngu að taka út staðinn.  Skemmst er frá því að segja að hann var allavega ekki viðbjóður og ég gæti vel hugsað mér að fara þarna aftur seinna…

Um kvöldið fór ég svo heim til Gimma og horfði á United vinna Bolton og svo fórum við saman í fótboltann sem gaurarnir í vinnunni eru með (ásamt fleirum).  En það var sérdeilis mikið anti-climax því við mættum bara fimm!  Frekar lélegt og skrifast alfarið á Nonna (mág hans Dóa) sem klikkaði á að mæta vegna aumingjaskaps og fyrir vikið mætti enginn úr hans ‘gengi’ heldur.  Við reyndum samt að gera gott úr þessu og Dói og Sigtryggur buðu í mig, Gimma og Sæþór.  Leikar fóru þannig að gömlu mennirnir tóku þetta nokkuð létt enda eru þeir Gimmi og Sæþór það engan veginn (léttir þ.e.) og voru orðnir frekar framlágir þegar líða fór á seinni hlutann.  Spurning um að þeir fari að henda sér í ræktina svo þeir endist allavega lengur en fimm mínútur næst… 😉

Í dag er svo víst ‘haldið uppá’ það að skv. frásögnum var Ésu hengdur á kross í dag fyrir einhverjum ógrynni ára síðan (en þó ekki þar sem páskarnir eru víst aldrei á nákvæmlega sama tíma).  Hátíðarhöldin fara þannig fram að fólk á helst ekki að gera neitt skemmtilegt, enda er bannað að hafa hverskonar samkomur og annan skipulagðan mannfagnað í dag.  Vantrúarmenn létu þó ekki segjast og boðuðu gellum og öðrum gangandi upp á bingó á Austurvelli í trássi við landslög.  Lögreglan sá ekki ástæðu til að aðhæfast.  Horfði einmitt á skemmtilegt myndband á vantru.is um daginn sem ég hvet fólk til að glugga í við tækifæri.  Einnig er alltaf gaman að glápa/hlusta á George Carlin, sérstaklega í þessu myndbroti

Fleiri skemmtileg myndbrot eru einnig í boði í dag.  T.d. hefði þessi gaur getað sómað sér vel í Beerfest (mæli eindregið með henni, btw), allavega skemmtilegt trix ef það er ekki fake-að (sem þó verður að teljast líklegt).  Nú svo er líka gaman að sjá þegar auglýsingar eru ‘óheppilega’ staðsettar.  Þessi tónlistarmaður er líka þokkalega lunkinn, allavega væri ég til í að læra tæknina við þetta (nenni því samt ekki).   Svo eru Austur-Evrópubúar eitthvað að ofmeta Trabant bifreiðar, allavega ef eitthvað er að marka þessa ræmu.  Indverjar eru alltaf sniðugir en þó er enn sniðugra þegar reynt er að ‘þýða’ það sem þeir eru að segja yfir á ensku eins og gert er í þessu myndbandi, nipple, nipple!  Svo er þessi sketch líka nokkuð vel lýsandi fyrir muninn á veikindum karla og kvenna, ‘ever heard of Lemsip?!?’.  Svo rakst ég á grein um skemmtilegan kennara í M.I.T., get alveg viðurkennt það að ég hefði sennilega fylgst töluvert betur með í eðlisfræðitímum hjá Inga í Versló í den ef hann hefði kennt fagið svona… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: