Fimmtudagsfiðringur

We are all atheists about most of the gods that societies have ever believed in. Some of us just go one god further.
– Richard Dawkins

Var heima í dag.  Ætlaði mér að fara niður á Vestergade en þegar ég vaknaði og sá hvað það rigndi allsvakalega í morgun þá var ég fljótur að skipta um skoðun.  Var líka helvíti þreyttur eftir gærdaginn af einhverjum orsökum, gæti að vísu verið af því að ég kláraði klukkutíma lyftingaprógram í ræktinni á 40 mínútum (vegna tímaskorts, án þess þó að sleppa út æfingu), rauk beint heim í sturtu og út aftur á fákinn til að hjóla í mat til Sigríðar (með tilheyrandi hjólaferð heim aftur, að sjálfsögðu).  Átti allavega ekki í miklum vandræðum með að sofna í gærkvöldi.  Maturinn var ljúffengur og rann mjög vel niður eftir allt puðið og kann ég Sigríði bestu þakkir fyrir heimboðið… 🙂

Á morgun er svo planið að vakna snemma, henda einhverjum lörfum í tösku, rölta út í Metró og taka næsta vagn niður á Kastrup þaðan sem við fljúgum svo til Keflavíkur.  Þaðan fáum við svo vonandi far til höfuðborgarinnar svo við getum mætt í 8 ára afmælisveisluna hjá bróðurdóttur nr. 1 (ath. númerakerfi eftir aldri og engu öðru (allavega ekki hvað þær tvær varðar ;)).  Að vísu er flugið á morgun ekki fyrr en 13:20 þannig að Þórunn ætlar að reyna að læra eitthvað smávegis í fyrramálið áður en við leggjum í hann og kannski ég verði álíka duglegur og hún og geri ekki neitt á meðan… 😉

Eitthvað er þessi kona í ruglinu. Hef aðeins eitt við hana að segja, meiri trefjar!!! Svo voru einhverjir vitleysingar á Indlandi sem héldu greinilega að Hin dygðuga María myndi vernda þau gegn sterku sólarljósi þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir vísindamanna. Vísindamenn 1, heimskir trúarlúðar 0…

Svo er tilvalið í lokin að henda inn nokkrum skemmtilegum myndbútum frá snillingunum sem leika/léku í SNL (Saturday Night Live). Sá fyrsti er spoof af The O.C., nánar tiltekið þessu atriði. Þessi auglýsing er líka helvíti nett sem og þessi vitleysa. Loka’orðið’ á svo hann vinur minn Adam Sandler í hlutverki Cajun man, a classic…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: