Undurfagra ukulelemær…

Fór til læknis í dag og lét hann kanna þessa undarlegu verki sem ég hef verið að finna í hnénu.  Hann potaði, togaði, teygði, ýtti og beyglaði hnéð hægri vinstri í nokkurn tíma og tjáði mér svo að ég væri með rifu á brjóskinu undir hnéskelinni!  Bætti svo við að það væri í raun ekkert hægt að gera við þessu, engin aðgerð, meðöl eða meðferð möguleg og að þetta myndi lagast af sjálfu sér á ca. 8 mánuðum!!!  En hann bætti því líka við að í raun gæti ég alveg haldið áfram að hlaupa og djöflast eins og ég vildi upp að sársaukamörkum því í raun gerði ég ekkert illt verra og það eina sem gæti ‘haldið aftur af mér’ væri hversu vel ég þoli sársaukann.  Það er nefnilega það…

Hawaii partýið var hin fínasta skemmtun, múgur og margmenni og Runi og þau greinilega búin að eyða töluverðum tíma í að skreyta salinn.  Af veitingunum var meira en nóg og drykkjarföngin fljótandi út um allt.  Samkvæmisleikirnir voru að sjálfsögðu á sínum stað með limbói auk þess sem ‘draslið’ var slegið úr tunnunni við mikinn fögnuð gestanna.  Eitt var þó sem stakk í augun.  Partýið var semsagt með Hawaii-þema sem fólk túlkaði auðvitað hvert á sinn hátt, eins og gengur og gerist.  Það sem var hinsvegar skrýtið var hversu margir karlmenn notuðu þetta sem afsökun fyrir því að klæða sig í kvenmannsföt!?!  Ég segi það svosem ekki, Runi tók sig helvíti vel út í kókoshnetubikiníinu, þakka honum hinsvegar kærlega fyrir að hafa verið í bol undir en ekki ber að ofan í þokkabót… 😉

Laddi South ParkFann svo síðu á netinu sem leyfir manni að búa sig til sem South Park character.  Held meira að segja að mér hafi tekist nokkuð vel upp með þetta, allavega er þetta sami bolur og ég er í þessa stundina.  Spurning um að senda þetta á þá félaga Trey og Matt og sjá hvort þeir vilji ekki skrifa mig inn í næsta þátt… 😀

Svo fann ég líka þetta, án vafa ofdekraðasti ‘krakki’ í heimi…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: