Gleðilegan bjór!

Já, gott fólk, bjórinn á víst afmæli á Íslandi í dag!  Fyrir nákvæmlega 19 árum síðan gengu í gildi á Íslandi lög, sem meirihluti þingmanna á hinu háa Alþingi hafði samþykkt, sem gerðu sölu bjórs leyfilega í ÁTVR eftir áratuga ‘útlegð’.  Hugsið ykkur, eftir eitt ár má svo bjórinn fara í ÁTVR til að kaupa sjálfan sig… 😉

En það eru víst fleiri sem eiga afmæli í dag því Runólfur nokkur Þór Ástþórsson á einmitt þrítugsafmæli í dag!  Já, kallinn orðin einum deginum eldri en hann var í gær og í leiðinni þremur árum eldri en hann var á sama tíma árið 2005, svona er tíminn nú fljótur að líða!  Þórunn er einmitt í þessum skrifuðu orðum að ‘setja upp andlitið’ því við erum á leiðinni í Hawaii partý á Solbakken í tilefni dagsins (Hrönn vinkona þeirra heldur líka upp á þrítugsafmælið sitt í leiðinni, svona double feature, ef svo má að orði komast).  Ég er einmitt kominn í stuttermaskyrtu, kvartbuxur, sandala og að sjálfsögðu er shade-arinn kominn upp líka, um að gera að taka þetta bara alla leið, ekki satt?!? 😀

Svo er líka kannski við hæfi að gleðjast í dag því aðgerðin hjá Erlu gekk framar öllum vonum og hún er víst hin hressasta miðað við aðstæður.  Alveg á hreinu samt að ég mun sjá til þess að hún syngi ‘Love Me Tender’ í brúðkaupinu þeirra, basic… 😉

Svo var líka í dag keppt á Icelandair Open.  Tvö töp og tvö jafntefli var ‘árangur’ dagsins, frekar lélegt eiginlega.  En það var fyrir öllu að við höfðum mikið gaman af og tókum þessu nett lítið alvarlega, sem er líka alveg basic… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: