Nýtt líf

Verð nú bara að segja að ég er helvíti sáttur við nýja lífið hérna á WordPress.com!  Glöggir sjá að ég er búinn að skipta um sniðmát og bæta við nokkrum vel völdum íhlutum á síðuna, allt fyrir ykkur gert, að sjálfsögðu.  Gat meira að segja sett inn óbeinan tengil á myndasíðu okkar hjónanna þannig að þeir sem vissu ekki að hún væri yfirhöfuð til ættu að geta skemmt sér yfir henni í allavega 2-3 mínútur.

Er eiginlega að fara að koma mér heim, er nefnilega ennþá á Vestergade þó svo að klukkan sé orðin hálf sex!  Tómt rugl á kallinum, sérstaklega þegar haft er í huga að ég var vaknaður fyrir hálf sjö og mættur hingað niðureftir fyrir átta, talandi um að vera A-maður dauðans!  Svo er stefnan sett á ræktina til að marínera hnéð aðeins með smá hjólasession, veitir víst ekki af að smyrja ófétið reglulega svo þetta stirni ekki upp.  Svo, ef ég þekki okkur hjónin rétt, tekur við massívt áhorf á American Idol frá því í gærkvöldi og að því loknu einn til tveir þættir af Arrested Development sem er án vafa eitthvað það allra skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð í lengri tíma, mæli allavega hiklaust með að fólk gefi þessu góðan séns.  Og ef allt gengur eftir þá verðum við líklega sofnuð um eða rétt yfir tíu sem kannski útskýrir þennan gríðarlega morgunhressleika…

Nennti ekki að leita að einhverju fyndnu og skemmtilegu í dag til að smella inn tengli á og ákvað í staðinn að bjóða upp á smá fróðleik í boði Vantrúar.is.  Fyrst er smá grein um hið ‘illa’ Aspartam og svo um MSG og Kínamatarheilkennið, afskaplega fróðlegt og skemmtilegt allt saman.  Spurning um að henda sér á kínverska staðinn á horninu og ná sér í steiktar eggjanúðlur og skola því niður með hellingi af Coke Light… 😉

Auglýsingar

2 responses to “Nýtt líf”

  1. Oddur says :

    Maður hefur varla undan að lesa þessi blogg frá þér!! Hvað er í gangi?

  2. laddi says :

    Eitthvað verður maður að gera til að halda í alla þessa tvo lesendur!?! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: