Gleðilegt sítt hár!

Nú árið (2007) er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, ekki nema tímatalið verði einhvern tímann núllað, þá er séns á því en það er að vísu afar ólíklegt. Þetta var ágætis ár og margt skemmtilegt sem á daga mína dreif. Helst skal auðvitað nefna ferðirnar til Ítalíu á skíði og til Kína. Einnig kemur upp í hugann veiðiferðin í sumar sem og brúðkaupið hjá Dóa. Allt afskaplega skemmtilegt semsagt, man hreinlega ekki eftir neinu leiðinlegu, allavega ekki það leiðinlegu að það þurfi að ræða sérstaklega…

Jólin voru annars bara helvíti fín, þó svo dvölin á Íslandi hefði mátt vera lengri. Fékk fínar jólagjafir, Þórunn braut odd af oflæti sínu og gaf mér PS3 sem hefur verið brúkuð óspart síðan, fór strax 27. og keypti mér Guitar Hero III og hef verið rokkandi síðan. Fékk líka nokkrar bækur, Næturvaktina á DVD, buff svo ég verði flottur á skíðunum í lok mánaðarins og svo fengum við saman glös, kælikönnu, eplaskífupönnu, tvo kökudiska í stellið okkar, gjafabréf í Smáralind og bjöllu eftir Koggu. Heimturnar semsagt mjög góðar þetta árið 😀

Svo var auðvitað étið og drukkið óspart og þörfinni fyrir kjöt sennilega fullnægt að sinni. Hefði að vísu þegið meira af malti og appelsíni en það verður víst bara að bíða þar til næstu jól. Fjölskylduboðin voru líka sótt af gríð og erg, hjá Grími og Valgerði (föðurbróður mínum) á jóladag og svo hjá Badda og Jónu (móðurbróður hennar Þórunnar) á annan í jólum. Fórum svo á Jesús Krist ofurgoð 29. des. þar sem Eiki var hluti af kórnum. Hann svínnýtti sér aðstöðu sína og bauð okkur og Gimma og Svönu baksviðs í kampavín og kökur eftir sýninguna með öllum leikurunum og svo í bæinn á Dillon þar sem við sungum og dönsuðum með þeim langt fram á nótt. Ingvar E. Sigurðsson og Krummi biðja að heilsa… 😉

Eiki og Lára buðu okkur svo í mat síðasta sunnudagskvöld í Beef Wellington sem var sérlega vel þegið, sérstaklega þar sem kjötátið dagana á undan hafði verið ákaflega lítið. Gamlárskvöldi var svo eytt hjá gamla settinu í Stafnaseli og pabbi sá að sjálfsögðu um að lýsa upp hverfið með nokkrum vel völdum tertum og rakettum sem Gulli seldi honum á spottprís. Nýársdagur fór svo bara í hefðbundna leti og svo var haldið aftur til Danmerkur á miðvikudag. Iceland Express ‘leyfðu’ okkur náðarsamlegast að borga næstum því 7000 ISK yfirvigt af 7 kílóum (slapp að vísu með skíðaskóna), afskaplega huggulegir í alla staði, höfum alltaf sloppið við yfirvigt fram að þessu en þetta er greinilega það sem maður fær fyrir að velja Iceland Express frekar en Icelandair… 😉

Daglega rútínan er svo bara komin aftur í gang og ég sit einmitt á Vestergade í þessum skrifuðu orðum. Þórunn er komin aftur með nefið ofan í bækurnar að búa sig undir próf í lok mánaðarins. 26. janúar verður svo haldið í skíðabrekkurnar á Ítalíu, spurning um að spýta í lófana í vinnu og lestri þangað til…

Auglýsingar

One response to “Gleðilegt sítt hár!”

  1. Sólveig Birna says :

    Hvenær fær maður að sjá myndirnar frá jólunum inni á myndasíðunni góðu?
    Ég bíð spennt…hefði nú heldur ekkert á móti svosem eins og einu bloggi, haaa?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: