4 dagar til jóla

Skyrjarmur, sá áttundi,
var skelfilegt naut.
Hann hlemminn o’n af sánum
með hnefanum braut.

Svo hámaði hann í sig
og yfir matnum gein,
unz stóð hann á blístri
og stundi og hrein.

Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.

– Jóhannes úr Kötlum

Jæja! Í dag verður haldið á heimaslóðirnar, heim í heiðardalinn, heim á forna slóð. Við lendum klukkan 22:30 þannig að klukkan 23:00 geri ég ráð fyrir rauða dreglinum og móttökunefndinni fyrir utan komuhliðið á Leifsstöð. Að öðrum kosti verð ég mjög, mjög vonsvikinn… 😉

Hentum okkur í bæinn áðan til að kaupa síðustu jólagjafirnar og þeirri síðustu verður svo reddað úti á Kastrup á eftir, ágætt að þetta sé frá og það fyrir þorláksmessu, ákveðið afrek auðvitað. Það verður hinsvegar verra mál að koma þessu öllu til Íslands, sérstaklega í ljósi þess að við förum núna með Iceland Express sem eru MJÖG strangir á yfirviktinni. Ætli við ‘svindlum’ ekki bara á þeim og hendum öllu í handfarangur, stick it to the man!

Sá svo að Stebbi Steindórs stóð sig vel í jólakortunum þetta árið, hefur sennilega slegið í gegn hjá ættingjunum, ekkert sem segir ‘gleðileg jól’ eins og gott klám! Femínistarnir góðu hafa svo sett sitt mark á jólaundirbúninginn með sérstöku jóladagatali sem þessi gaur hér er ekki par sáttur við. Skil hann að vísu vel, kann því ákaflega illa að vera stimplaður fyrir það eitt að hafa ‘rana’. Þær hljóta líka að vera mjög hrifnar af jólagjöfinni í ár sem svo sannarlega undirstrikar þeirra málstað. Hva, eru fullorðnir karlmenn ekki oftast kallaðir stór börn? Þá er þetta klárlega búð fyrir þá líka… 😉

Svo er víst dýrast að búa á Íslandi og þétt á hæla Íslands kemur svo Danmörk. Skemmtilegt. Gaman að vita til þess að manni tókst að flýja ofríkið til þess eins að fara þar sem það er þó minna, en samt ekki. Svona eins og að fara úr eldinum í öskuna, eitthvað þannig. En bjórinn er að vísu töluvert ódýrari hér þannig að þetta er klárlega ekki að marka (ekki það að það skipti mig nokkru máli)…

Hér er svo enn ein greinin um uppruna jólanna. Verst að Kalli biskup les ekki bloggið mitt, gæti lært eitthvað af þessu. Hann hefði auðvitað líka getað kennt litlu systur hennar Britney Spears sitthvað um blómin og býflugurnar því hún er víst ólétt, rétt orðin sextán ára gömul. Allavega greinilegt að kirkjan er góður hook-up staður. Og það er alveg á hreinu að stóra systir er ekki góð fyrirmynd fyrir þá yngri, ljótu steikurnar, báðar tvær. Álíka steikur eru svo þeir sem handtóku 10 ára stelpuna sem kom með ‘hníf’ í skólann í Flórída. Nei, vinan, mæta næst með forskorið nesti annars er það bara beint í jail-ið… 😀

Og að lokum, þessi gaur hefur greinilega allt of mikinn frítíma…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: