Sex dagar til jóla…

Sjöundi var Hurðaskellir,
– sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér væran dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.

– Jóhannes úr Kötlum

Er enn slappur í maganum, bölvað vesen á manni! Var bara heima í dag og gat nánast ekkert unnið því eina stellingin sem var þægileg var sú lárétta. Nýtti því tímann ákaflega vel og horfði á Die Hard I og byrjunina á Die Hard II, eina vitið að reyna að nýta tækifærin þegar þau gefast…

Annars er vandræðaástand í Danaveldi um þessar stundir. Málið er semsagt að framboðið af jólabjór er mun minna en eftirspurnin. Þetta skrifast víst alfarið á framleiðendurna sem hafa greinilega vanmetið bjórþambandi landa sína all svakalega, eiga að vita að meðal Daninn drekkur allavega eina kippu á dag af jólabjór! En þeir ættu svosem ekki að örvænta, nóg til að annars konar drykkjum sem þeir geta hellt í sig yfir jólin og ef bjórlöngunin verður of sterkt er hægt að hringja til Íslands og fá leyniuppskriftina að bjórlíki… 😉

Það nýjasta hjá Tjöllunum er svo víst að ritskoða jólalög! Og ekki nóg með það, heldur erum við að tala um algjöra klassík í jólalögunum, sjálfa Pogues snilldina Fairytale of New York. Það fer semsagt eitthvað fyrir brjóstin á þeim að heyra orðið ‘faggot’, ekki það að nokkur maður hafi kvartað, meira svona fyrirbyggjandi ef einhverjum skyldi nú verða misboðið, einhvern tímann. Hefur fólk aldrei heyrt um það að slökkva bara á útvarpinu/sjónvarpinu/eyrunum þegar það heyrir/sér eitthvað sem því líkar ekki? Ef einhverjum t.d. mislíkar það sem ég skrifa er til mjög einföld lausn á því, ekki lesa það! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: