12 dagar til jóla…

Stekkjastaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.

Hann vildi sjúga ærnar,
-þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
-það gekk nú ekki vel.

– Jóhannes úr Kötlum

Steingleymdi að setja skóinn út í gluggann í gærkvöldi, bölvað klúður! Er að vísu viss um að ég hefði hvort eð er borið lítið úr býtum, sennilega ekkert nema eigin táfýlu og kannski, ef til vill smá ryk. En þeir sem eiga góðar eiginkonur hafa eflaust fengið einhvern glaðning í morgun, mandarínu eða jafnvel súkkulaði. Það skal tekið fram að ef við miðum við þetta þá á Þórunn svo sannarlega ekki ‘góðan’ eiginmann… 😉

Þórunn er á fullu í próflestri + verknámi þessa dagana, eins og flestir ættu svosem að vita, ótrúlegur dugnaður í stúlkunni. Ég rakst svo í morgun á nýtt innlegg frá honum Arthúr, vini mínum. Er ljótt af mér að tengja þetta við Þórunni?!? 😀

Las svo ansi merkilega frétt áðan. Jú, sjáið nú til, Jodie Foster var víst að koma út úr skápnum. Ég veit ekki með aðra en fyrir mér eru þetta sennilega mestu non-fréttir sem ég hef heyrt lengi. Ekki vegna þess að þetta sé ekki áhugavert slúður, nei, þvert á móti. Það sem stingur í stúf er hinsvegar það að ég hélt að þetta vissu barasta allir og það fyrir löngu síðan. Spurning hvort að það hafi gleymst að segja henni sjálfri frá þessu á sínum tíma… 😉

Og ef einhver er enn að vandræðast með að finna handa mér jólagjöf (eða eitthvað í skóinn í nótt) þá þigg ég alveg eina svona. Það eina sem vantar er leikherbergið með flatskjánum, lazy boy-num og leikjatölvunum. En ef fólk á annað borð hefur efni á að punga út fyrir þessu handa mér þá munar því nú sennilega lítið um það í viðbót… 😀

Auglýsingar

2 responses to “12 dagar til jóla…”

  1. ÞJJ says :

    Yo!!!……alveg á gráu ;o) Er nú ekki komin með prófljótuna alveg strax….þó að ég sé vissulega pínu útpissuð á köflum ;o)
    Og ps…það er jólasveinninn sem gefur í skóinn….hver sagði þér að það væri eiginkonan???

  2. Oddur og Kristín í København says :

    Sæll kall! Jeg var búinn að panta eina svona handa þér en þá áttaði ég mig á því að hún kemst ekkert undir tréið hjá þér þannig ég kanselaði þessu bara! Er það ekki ok? Næstu jól bara, þá hefur hún líka lækkað aðeins í verði segja spekúlantarnir!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: