Sjaldan er klámvísa nógu oft kveðin

Lion with small penis must compensate with mighty roar

Rosalega er þessi dagur búinn að vera góður (það sem af er allavega). Mætti niður á Vestergade (fyrstur) í morgun og átti pantaðan tíma í klippingu klukkan níu. Fór fýluferð þangað því Robbi klippari er víst veikur í dag þannig að það var ekkert annað að gera en að fara aftur í vinnuna. Jonni kom rétt á eftir mér og við ákváðum í sameiningu að taka léttan hrekk á Runa sem hafði verið svo ‘kærulaus’ að skilja tölvuna sína eftir í vinnunni í gær. Ákváðum að stela góðri hugmynd sem við sáum á YouTube og hér er afraksturinn! Og hvaða lærdóm getur Runi svo dregið af þessu? Sennilega lítinn, en við Jonni skemmtum okkur allavega konunglega!! 😀

Um ellefuleytið fékk ég svo tölvupóst frá Guðna nokkrum Má Henningssyni sem einhverjir ættu að þekkja frá Rás 2. Hann sendi mér semsagt tölvupóst til að tilkynna mér að ég hefði unnið aðalvinninginn í Led Zeppelin leik Rásar 2 og þar með safn af öllum diskum sveitarinnar. Erum að tala um tíu diska, getið ímyndað ykkur gleðina! Má mæta á skrifstofu Rásar 2 þann 21. til að sækja vinninginn. Led Zeppelin jól? Ég held það nú!

Enn og aftur voru svo feministar að tapa sér í ruglinu. Eftir að hafa lesið þessa frétt er nokkuð ljóst að málstað þeirra er ekki hægt að taka öðruvísi en sem góðu gríni, vona allavega þeirra vegna að þeim sé ekki alvara. Hvað er næst, ráðast á Seðlabankann fyrir að prenta seðla sem mögulega gætu verið notaðir til að kaupa klámefni?!? Eða kannski launagreiðendur, þurfa nú svo sannarlega að passa uppá að launin sem þeir greiða launþegum sínum séu nú ekki notuð í einhverja vitleysu, sérstaklega ekki til að kaupa eitthvað sem gæti mögulega verið tengt við klám… 😉

Annars lentu Microsoft í einhverjum vandræðum með rafræna jólasveininn sinn sem var víst eitthvað klámfenginn við blessuð börnin. Það gengur auðvitað ekki! En kannski ekki við öðru að búast frá fyrirtækinu sem bauð heiminum upp á snilld á borð við kúkaklessuna Zune, óþolandi talandi bréfaklemmuna að ógleymdum honum Bob sem enn er hægt að hlæja að (og þá að Microsoft í leiðinni auðvitað)…

Og enn og aftur ná Bandaríkjamenn að koma á óvart. Núna er semsagt ekki leyfilegt að blóta heima hjá sér lengur, sérstaklega ekki ef blótið beinist að klósettskálinni þinni. Bilað lið. Ætli þessi sem kærði fara ekki fram á skaðabætur, 2 milljónir fyrir ‘andlegan skaða’…

Og í lokin er fínt að hlæja aðeins að þessu. Myndi sennilega líka æla ef ég þyrfti að borða kæstan hákarl, sérstaklega þar sem ég þoli ekki einu sinni fýluna af skötunni á þorláksmessu… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: