Tíundi í …æ, hverjum er svosem ekki sama…

Ætli það sé ekki best að byrja á föstudeginum sem byrjaði nú bara eins og hver annar föstudagur, þ.e. vinna niðri á Vestergade. En klukkan fjögur var sett í julefrokost gírinn þar sem búið var að ákveða að lyfta sér upp þann dag með Dönunum á staðnum. Þeir voru búnir að panta fullt af mat og kaupa fullt af drykkjarvörum og við vorum niðurfrá í góðum gír í að ganga miðnætti. Einhver hafði líka reddað Wii þannig að við vorum þarna í wii-fandi stemmningu, spilandi fótbolta, tennis og box ásamt góðum mat og drykk, fín gleði!

Laugardagurinn rann upp með ágætis veðri og við hjónin nýttum tækifærið og sváfum út og fórum svo um hádegið niður í bæ og keyptum nokkrar jólagjafir handa gamla liðinu. Fórum svo heim og hentum okkur í betri fötin og héldum í Tívolí þar sem við áttum pantað borð á Gröften með Jonna og Erlu og Runa og Heiðrúnu. Sátum þar í góðu yfirlæti langt fram eftir kvöldi og svo gott var yfirlætið að við náðum ekki einu sinni að skoða skreytingarnar í Tívolí því okkur var smalað út áður en okkur tókst að bera dýrðina augum. En það kom svosem ekki að sök, þetta er hvort eð er alltaf eins á hverju ári… 😉

Í gær fórum við svo og hittum afa og Erlu og borðuðum með þeim hádegismat á hótelinu sem þau gistu á. Kallinn varð víst 85 ára á laugardag og langaði endilega að hitta okkur (eðlilega) og bauð okkur þess vegna í hádegismat ásamt tengdadóttur og barnabörnum Erlu. Þórunn henti sér svo í lærdóm þegar heim var komið en ég skundaði af stað upp í Ryparken þar sem við áttum leik við grybburnar í Gribben. Átti allt í lagi leik, skoraði eitt mark úr tveimur tækifærum. Lét þó taka mig nokkuð illilega í vörninni í tvígang (klaufalega) en það gleymist sennilega fljótt því við unnum leikinn 33-29 eftir harðan og spennandi leik sem hefði allt eins getað tapast…

Í dag eru svo víst 10 dagar þangað til við förum til Íslands þannig að núna er hægt að byrja að hlakka til…

Auglýsingar

One response to “Tíundi í …æ, hverjum er svosem ekki sama…”

  1. Sólveig says :

    hey ok. frábært!
    Eruði þá búin að kaupa demantshálsmenið og flugvélina mína fyrir mig í jólagjöf?

    og oj. gröften. ekki mundi ég vilja borða það. nafnið er ekki aðlaðandi á íslensku. ullabjakk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: