Stutt stopp í Köben…

Lentum hérna í Köben í gærkvöldi klukkan hálf sjö að staðartíma sem þýðir að þá var klukkan orðinn hálf eitt að ‘okkar’ tíma. Vorum komin heim um átta og ég held að Þórunn hafi haft af að vaka í svona 10-15 mínútur í viðbót áður en hún lognaðist útaf. Ég entist aðeins lengur eða til klukkan hálf tíu en var svo glaðvaknaður aftur klukkan fjögur í nótt! Fór að dunda mér eitthvað í tölvunni, lagðist upp í sófa og las aðeins og fór svo aftur uppí klukkan sex. Vaknaði aftur klukkan kortér í sjö og þá var Þórunn vöknuð og komin á stjá og farinn að ganga frá eftir ferðina. Þegar þetta er skrifað erum við bæði orðin frekar þreytt aftur, þessi bévítans tímamunur er greinilega ekki auðveldur viðureignar… 😉

Eins og ég lofaði þá ætla ég að gefa smá ‘report’ um hvað hefur á daga okkar drifið síðan á ‘dallinum’. Síðasta dag siglingarinnar fórum við að skoða stærstu virkjun í heimi sem framleiðir tuttuguogsexfalt meira rafmagn en Kárahnjúkavirkjun þegar hún verður komin í gagnið og hefur þá sökkt heimilum um 1.5 milljóna manna. Vatnsdýptin í ánni er nú þegar orðin 156 metrar og á eftir að fara í 175 metra þegar ‘lónið’ (sem er basically áin sem við vorum að sigla á) er orðið fullt. Þvílíkt mannvirki! Skipastigin var í fimm þrepum þar sem hver lækkun var 20-25 metrar og það tók rúmlega þrjá tíma að fara niður hann. Verst hvað það var mikið mistur eins og var víst alla siglinguna…

Komum í land um hádegið á föstudag og vorum keyrð beint á flugvöllinn í Yichang þaðan sem við flugum áleiðis til Peking. Peking er án vafa vestrænasta borgin sem við heimsóttum til Kína sem var undirstrikað á skiltunum sem blöstu við okkur á leiðinni frá flugvellinum. Hard Rock, Sizzler, Baskin Robbins, KFC, McD og svona mætti lengi telja. Maður hefði getað haldið að maður væri mættur til New York! En það er líka margt annað skemmtilegt í Peking en að fara á vestræna veitingastaði (sem við gerðum btw ekki). Fyrsta deginum eyddum við í verslun og viðskipti. Fyrst var stefnan sett á klæðskera til að láta sauma jakkaföt fyrir Palla bróðir fyrir brúðkaupið hjá honum. Ég ákvað í leiðinni að láta sauma á mig skyrtur þar sem ég er víst handstuttur með eindæmum! Ekki spillti fyrir að hver skyrta, efni + saumaskapur, kostaði ekki nema ca 2000 ISK. Þórunn henti sér svo á eitt stykki Kínakjól sem var álíka (hlægilega) ódýr…

Fórum svo á hinn alræmda Silkimarkað, mest þó til að skoða frekar en að kaupa. Þar er MJÖG mikið samansafn af allskonar ‘góssi’ og hægt að gera nokkuð góð kaup ef, og aðeins ef, maður er góður prúttari. Pabbi sýndi okkur taktana og við löbbuðum þaðan út með North Fake jakka á 1500 ISK, FJÓRAR Louis Vitton töskur á slikk, nokkra boli (Nike og Diesel) fyrir klink og útivistarjakka fyrir mig á slikk. Það þarf vart að taka fram að flest allt sem er til sölu eru eftirlíkingar… 😉

Fórum svo á Perlumarkaðinn þar sem við gerðum frekari góð kaup og löbbuðum út með m.a. súpusett með prjónum og tilheyrandi. Keyptum svo líka nokkrar DVD myndir sem eru örugglega líka vel stolnar, allavega reiknaðist okkur til að við hefðum borgað ca. 120 ISK fyrir stykkið. Fyrir svoleiðis verð er manni víst slétt sama um upprunann…

En við gerðum víst meira en að versla því það er ansi margt merkilegt að skoða í Peking líka af ‘gömlu drasli’ eins og einhver orðaði það. Forboðna borgin er t.d. nokkuð magnað kvikyndi og vel þess virði að kíkja á. Fórum svo í ‘rickshaw’ ferð um gömul hverfi borgarinnar og skoðuðum svo Himnamusterið (Temple of Heaven). Að sjálfsögðu tókum við líka rölt um Kínamúrinn sem er bæði lengri og töluvert brattari en maður hefði haldið. Allavega erum við bæði enn með harðsperrur eftir allt bröltið upp og niður múrinn. Ekki hjálpaði hitinn heldur til við að gera þetta auðvelt, held að ég hafi aldrei á ævinni svitnað jafn mikið! Að lokum kíktum við svo á Sumarhöllina sem var ekkert slor (ekki frekar en annað í ferðinni). Verst hvað við höfðum stuttan tíma þar, hefðum gjarnan viljað eyða meiri tíma þar…

Fórum svo í flug heim í gær en þó á ‘monkey class’ í þetta skiptið. Maður er víst bara high roller þegar pápi er með manni… 😉

En fyrir þá sem eru að hugsa um að ferðast til Kína getum við hiklaust mælt með því. Margt að skoða, sjá og gera. Kínverjar eru margir, háværir, kurteisir og vinalegir og vilja allt fyrir mann gera. Allavega hefur maður aldrei verið kallaður Mr. Helgason eins oft og þar. Ég er allavega þegar farinn að undirbúa mig undir næstu ferð, ÓL 2008 í Peking, er það ekki bara málið?!? 😀

Auglýsingar

2 responses to “Stutt stopp í Köben…”

 1. gugga says :

  frábært hvað þið skemmtið ykkur vel í Kína, bíð spennt eftir að fá að sjá myndir úr ferðinni 😉

 2. Anonymous says :

  Hæ snúlli

  Á ekki að fara að koma með aðra færslu ? Maður verður að fá eitthvað að lesa í vinnunni þegar það er „ekkert“ að gera (eða þannig) c“,)
  Vonandi gekk ferðin vel.
  Kysstu Tótu frá mér.

  Ástarkveðjur,
  Guðrún Lilja

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: