Cruisin’

Jæja! Þessa stundina er ég staddur í ‘business center-inu’ á President 1 sem er víst nafnið á skipinu sem flytur okkur milli Chongqing og Yichang um Yangtze ána. Hittum gamla manninn í gærkvöldi eftir mikið flugvélaævintýri þar sem seinkanir og aftur seinkanir var það eina sem var á matseðlinum (bókstaflega). Vorum um tíma hrædd um að missa af blessaðri ferjunni en þetta hafðist að lokum (eins og alltaf)… 🙂

Hvað hefur annars á daga okkar drifið? Jú, fyrst ber að nefna Lijiang. Lijiang er (svo ég hljómi pínu gay) ótrúlega fallegur og skemmtilegur staður. Tina (guide-inn okkar) fór með okkur út um allt, fyrst skoðuðum við Tígursstökkvandi gil (Tiger Leaping Gorge) sem ku vera dýpsta gljúfur í heimi. Á leiðinni (um tveggja tíma akstur) sáum við sveitir Kína eins og þær gerast hvað bestar og á leiðinni til baka röltum við í gegnum einn af bæjunum á leiðinni (Shigu). Við skoðuðum svo gamla bæinn í Lijiang sem er ótrúlega ‘sjarmerandi’, eldgömul hús, hellulagðar og þröngar götur og lækir, sprænur og göngubrýr úti um allt. Þeir kalla þetta víst Feneyjar Austurlanda og eftir að hafa verið þar skilur maður það vel. Við skoðuðum svo annan lítinn bæ, heimsóttum safn og sáum svo stórskemmtilega danssýningu sem sýndi þjóðbúninga á svæðinu í kring. Það var svo eiginlega með sökknuði að við kvöddum Lijiang í gær, allavega mælum við hiklaust með því að fólk fari þangað ef það ætlar á annað borð til Kína…

Að sjálfsögðu er ég að gleyma Terracotta Warriors sem við sáum í Xi’an! Ótrúlegt fyrirbæri, algjört must!!! Eiginlega stórmagnað að einhver hafi verið það stórtækur (og kannski pínu klikkaður) að láta byggja annað eins. Eftir að hafa séð þetta finnst manni allavega ekkert skrýtið að þetta skuli vera kallað áttunda undur veraldar. Það besta var svo að við tókum meira að segja strætó á staðinn (og til baka aftur). Ferð í kínverskum strætó, það er nú eitthvað sem fæstir Íslendingar geta státað af að hafa prófað… 😉

Og þá erum við komin að siglingunni. Það má eiginlega segja að skipið sé fljótandi hótel, allavega er aðbúnaðurinn þannig. Erum með ‘herbergi’ á fimmta þilfari, með okkar eigin svalir og klósett. Þjónustufólkið kemur tvisvar (kannski oftar) á dag til að þrífa og búa um og það er bókstaflega allt fyrir mann gert! Manni líður eiginlega eins og kóngi, þannig er þjónustan. Allavega er ferlega skrýtið að vera kallaður ‘sir’ daginn út og inn, en það venst svosem eins og annað… 😀

Annars er þetta búið að vera ótrúlega gaman og allt gengið eins og í sögu (fyrir utan smá flugvélavesen). Á morgun er seinni heili dagurinn í siglingunni og daginn eftir það skoðum við stærstu stíflu veraldar og eftir það verður svo flogið aftur til Peking þangað sem við verðum fram á næsta þriðjudag. Reynum kannski að finna enn eitt ‘business center-ið’ þar til að henda inn smá bulli. Annars höfum við ekki enn étið úldin hund, að vísu var ‘kjúklingurinn’ í hádeginu í dag eitthvað dularfullur, kannski betra að vera bara ekkert að spyrja… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: