Dagur 3

Sitjum hérna í ‘business center-inu’ á ‘Great New World Hotel’ í Xi’an þar sem við ætlum að gista í nótt. Massa flott hótel, allavega miðað við verð og meira að segja enskar stöðvar í sjónkanum, ekki amalegt það!

Í gær vorum við í afmælisveislu í mongólsku tjaldi til heiðurs pabba gamla. Þar var MJÖG margréttað, endalaust mikið af mat og drykk (ekkert nema rauðvín og mjólk) og ég var látinn drekka full mikið af þessu rauða fyrir minn smekk. Komumst að því að Kínverjar skála afskaplega mikið og oft og iðulega í botn! Svo fengum við líka afmælistertu sem var borðuð með prjónum (afskaplega sérstakt) en var bara nokkuð góð. Hittum fullt af skemmtilegu fólki og komumst að því að Kínverjar eru afskaplega gestrisið og kurteist fólk sem vill allt fyrir mann gera, höfðu allavega ekki undan við að skála fyrir gamla manninum og okkur ‘gestunum’.

Í morgun þurftum við svo að vakna snemma (svo snemma að ég ‘neyddist’ til að drekka kaffi til að hafa það af) því að við þurftum að keyra til Sand Lake með viðkomu í Davoku (örugglega ekki rétt stafsetning) til að sækja guide-inn okkar hana Margréti Li. Að sjálfsögðu sá bílstjórinn um að keyra okkur (spurning um að fá sér einn svoleiðis í Köben). Sand Lake var skrýtinn staður, stórt stöðuvatn og svo eyðimörk þegar maður hafði siglt yfir það. Að sjálfsögðu varð Þórunn að troða mér á bak á úlfalda (viðeigandi í eyðimörkinni) en sjálf tók hún skíðalyftu upp ‘brekkuna’ (sem var nb svona 20 metrar) og náði fyrir vikið góðum myndum af úlfaldareiðinni. Eyddum um klukkutíma í ‘mörkinni’, fórum m.a. í jeppatorfæruferð og héldum svo til baka til að við kæmumst í tæka tíð út á flugvöll.

Við lentum svo hérna í Xi’an um þrjúleytið, hentum okkur í rútu niður í bæ og svo í taxa síðustu metrana á hótelið. Fórum svo í bæjarrölt fljótlega eftir það og skoðuðum The Bell Tower sem er gamall klukkuturn í miðri borginni og hluta af borgarmúrnum. Svo létum við leigubílstjóra ‘ræna’ okkur þegar við ætluðum að láta hann keyra okkur þessa stuttu leið til baka. Held að ferðin hafi verið ca. hálftími (hefðum verið fljótari að labba) og Þórunn var farin að ókyrrast mjög, lét bílstjórann heyra það (og mig líka fyrir lúpuháttinn) og heimtaði að hann færi með okkur rakleiðis á réttan áfangastað. Þremur mínútum seinna vorum við fyrir utan hótelið, 120 íslenskum krónum fátækari… 😉

Á morgun er svo stefnt á að vakna snemma og reyna að komast til að skoða Terracotta warriors sem eru í um 40 km fjarlægð frá borginni. Þurfum að finna rútu til að komast þangað og verðum að vona að allavega einhver einn geti talað ensku, annars endum við kannski í Nepal eða eitthvað álíka. Það verður allavega spennandi að sjá hvað gerist…

Hvað gerist í næsta þætti af ‘Þórunn og Laddi í Kína’? Komast þau á áfangastað? Verða þau látin éta úldinn hund? Fylgist spennt með næsta þætti…

Auglýsingar

One response to “Dagur 3”

  1. Jonathan Gerlach says :

    Skemmtileg frásögn … þú talar svo mikið í litum að ég er næstum þarna með ykkur í Kína 😛

    Næst máttu setja inn nokkrar myndir. Það getur ekki verið of flókið að fá eina USB snúru á þessu lúxus hóteli ykkar! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: