Dagur 2

Ferðin hefur gengið þrusuvel hingað til og meira að segja framar vonum á margan hátt. Vorum lögð af stað út úr húsi um sexleytið í fyrradag, tékkuðum okkur sjálf inn en eitthvað hefur það nú klikkað því ég fékk sæti í farangursgeymslunni (nánast) og Þórunn fékk bara ekkert sæti! En við fengum þau skilaboð að því yrði reddað við hliðið þannig að við vorum ekki mikið að stressa okkur á því. Hittum svo pabba í Transfer center-inu þar sem hann var eitthvað að kvarta yfir lélegu sæti (fékk þó allavega sæti!) og hann fékk sömuleiðis skilaboð um að því yrði bjargað við hliðið. Við skunduðum þá að hliðinu þar sem upphófust ‘samningaviðræður’ við starfsfólkið þar. Það endaði svo með því að ekki bara fékk pabbi betra sæti heldur vorum við öll uppfærð á business class!! Hef sjaldan upplifað önnur eins þægindi, stól sem var hægt að leggja nánast alla leið aftur og dekrað við mann á allan hátt. Mæli eindregið með þessu… 😉

Lentum svo í Peking í gær um hádegið, sóttum töskurnar og tékkuðum okkur beint áfram í flug til Yinchuan. Það flug fór af stað um tvo og við lentum svo rétt fyrir fjögur. Þar beið okkur bíll og bílstjóri (einkabílstjórinn) sem keyrði okkur til Qipanjing (tveggja tíma ferð ca.). Þar hentum við okkur inn á hótel, fórum í sturtu og svo beint í mat með honum Patrick sem er aðstoðarmaður ‘forstjórans’. Fórum svo bara snemma að sofa og náðum að vinna upp tímamuninn.

Í dag hefur svo Patrick sýnt okkur verksmiðjusvæðið sem er HUGE, einir 25 ferkílómetrar og þvílíkar framkvæmdir í gangi út um allt. Í kvöld verður svo afmælisveisla fyrir kallinn í mongólsku tjaldi þar sem verður örugglega mikið af mat og drykk. Í fyrramálið förum við svo með guide í skoðunarferð um Salt Lake á leiðinni út á flugvöll þar sem haldið verður til Xi’an.

Þangað til næst, smoke ’em if you got ’em!

Auglýsingar

2 responses to “Dagur 2”

 1. Jonathan Gerlach says :

  Kjéllinn bara high-roll-er. Ekkert minna en business class fyrir papa Helga. Gaman að þessu. Fylgist spenntur með. Drullastu svo til að setja myndir inn á Flickr 😉

  Jón Dan

 2. Sigridur says :

  Vá það var ekkert lítið!
  Hvað gæfi maður nú ekki til þess að komast til Mongólíu eða hvar útí rassgati sem þið eruð!!

  Skemmtið ykkur bara rosa vel og til hamingju með pabban ;)!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: