Marco?!? Polo!!!

Jæja, þá er víst komið að því! Eftir sex tíma fer SK 995 í loftið og heldur til Peking þar sem áætlað er að lent verði klukkan 11:50 á morgun (ath. átta tíma munur við Ísland). Þetta er semsagt allt að bresta á og þó fyrr hefði verið. Ég hef undanfarna daga verið að klára af dót í vinnunni á meðan Þórunn hefur verið í góðri afslöppun auk þess sem hún hefur aldeilis tekið til hendinni og þrifið íbúðina hátt og lágt. Ég gat svo með góðri samvisku byrjað í sumarfríi í gærkvöldi (endanlega) þó svo að ‘opinbert’ sumarfrí hafi byrjað fyrir helgina… 😉

Við verðum svo í Kína næstu tvær vikurnar og ég ætla að reyna að komast í netsamband til að allavega láta vita af okkur, hvar við erum og hvað við höfum verið að bralla. Ætla samt ekki að lofa neinu og myndir verður fólk bara að fá að sjá eftir að við erum komin til baka, þessir helv…. kommar eru örugglega með lokað á Flickr hvort eð er…

Pabbi á svo afmæli á morgun þannig að hann fær afmælisgjöf í vélinni á eftir og meira að segja afmælismuffin líka! Gátum allavega ekki stólað á að geta keypt almennilegt bakkelsi í Kína, ætli við hefðum ekki enda með vínarbrauð með hundakjöti og kattarmerg (sem glassúr, auðvitað)! 😀

Auglýsingar

One response to “Marco?!? Polo!!!”

  1. Jonathan Gerlach says :

    Góða ferð dúllurnar mínar. Ekki éta neina fuglaflensu!! 🙂

    … og til hamingju á morgun papa Helgi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: