Meira vesen…

Veit ekki hvort það er eitthvað karma í gangi en í gær þurfti ég, aftur, að upplifa þessa frábæru ‘þjónustulund’ Dana. Þannig er mál með vexti að ég sit hérna í vinnunni (rétt eins og núna) og tek þá eftir því að tölvan mín ‘situr’ eitthvað skringilega á borðinu. Við nánari eftirgrennslan sé ég að rafhlaðan er öll tekin að bólgna út og afmyndast, sem getur varla talist eðlilegt. Ég hringi í hvelli í Apple IMC (á Íslandi) og er tjáð þar að rafhlaðan sé gölluð og ég geti farið með hana í Apple búð hérna úti og fengið nýtt. Ef það hefði bara verið svo auðvelt…

Allavega, mæti í búðina með rafhlöðuna undir arminum (eða bara í höndinni) og tala þar við einhvern þann alfúlasta gaur sem ég hef nokkurn tímann fyrirhitt. Við erum að tala um gaurinn sem er skilgreiningin á ‘ég-hata-vinnuna-mína’ gaurnum í orðabókinni. Ekki nóg með að hann hafi verið fúll og leiðinlegur heldur muldraði hann líka ofan í bringuna á sér þannig að ég þurfti að láta hann margendurtaka hvern hlut sem hann sagði! Í sakleysi mínu hélt ég að það væri nú einfalt mál að fá nýja rafhlöðu en Herra Fúll var sko aldeilis ekki á því, sagði mér að ég gæti búist við að fá nýja í næstu viku í fyrsta lagi! Frábær þjónusta, sérstaklega í ljósi þess að ég veit að gaurarnir í vinnunni á Íslandi fengu sínar rafhlöður samdægurs. Ég má semsagt núna láta mér það lynda að þurfa alltaf að slökkva á tölvunni þegar ég þarf að flytja mig á milli staða, old school…

Fengum svo heldur leiðinlegar fréttir seinnipartinn í gær þegar tengdó hringdi og tjáði okkur að þau hefðu þurft að fara með Dropa kallinn til Helgu dýralæknis í síðasta sinn. Það var fyrir vikið frekar dauf stemmning í gærkvöldi og verður sennilega næstu daga. Við vonum bara að blessaður kallinn sé kominn á betri stað þar sem nóg er af ostsneiðum sem hægt er að sníkja… 😥

Auglýsingar

One response to “Meira vesen…”

  1. Jonathan Gerlach says :

    Farvell min men. Vonandi hefur þú það gott í hunda himnaríki. Ég á eftir að sakna þeirra skipta sem ég kom í heimsókn og þú komst og hoppaðir á annan fótlegginn á mér 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: