Non plaudite, modo pecuniam jacite…

Maður gæti nú alveg freistast til að halda að maður sé merkilegur ef miðað er við viðbrögðin við færslunni minni í gær. Ekki það að það sem ég var að segja hafi vakið svona mikil viðbrögð heldur bara það að ég sagði eitthvað yfirhöfuð! Allskonar fólk er búið að þakka mér kærlega fyrir að nú geti það loksins lifað eðlilegu lífi og hafi tekið gleði sína á ný yfir ósköpunum. Ég get varla ímyndað mér hvaða viðbrögð ég hefði nú fengið ef ég væri að skrifa eitthvað athyglisvert… 😉

Við hjónin sóttum hjólin okkar á verkstæði í gær. Það var að vísu ekki svo að það væri eitthvað að fákunum, hentum þeim bara í check-up og létum fara yfir gripina hátt og lágt. Þetta er álíka viðhöfn og þegar Íslendingar fara með bílinn sinn í skoðun, allavega þurftum við að bóka tíma með góðum fyrirvara og skilja hjólið eftir yfir nótt. Naðran mín góða er núna aftur eins og ný (gott ef þeir úðuðu ekki smá ‘new car smell’ á hana í leiðinni), eina er að dekkin eru kannski í það harðasta þannig að maður þarf að fara rólega yfir verstu misfellurnar en það jafnar sig eins og annað…

Fór líka út á Kastrup í gær að hitta Marco Polo (betur þekktur sem pápi gamli) sem var að millilenda á leið frá Íslandi til Kína. Hann hafði í fórum sínum myndavél sem við Þórunn festum kaup á í mars en erum fyrst að fá í hendurnar núna, svona er þetta víst þegar vélin er keypt í Singapore, fer þaðan til Kína, frá Kína (í gegnum Köben) til Íslands og svo frá Íslandi til Köben. En þetta skilaði sér að lokum og við erum að vonum himinlifandi með gripinn! Nú er bara að læra á þetta helvíti… 😀

Fékk svo sent þetta ‘próf’ í gær sem á að hjálpa manni að taka ákvörðun um það hvað maður á að kjósa. Hefði nú kannski verið betra að fá þetta áður en ég fór í sendiráðið en allavega skemmtilegt að vita til þess að það sem ég kaus var nákvæmlega það sama og ég fékk útúr prófinu, kannski kaus ég bara alls ekki rangt eftir allt saman… :O

Að lokum ber að geta þess að Jón nokkur Dan (betur þekktur sem Jonni danski) á þrítugsafmæli í dag. Er ekki frá því að ég hafi séð smá grátt í vöngum hjá honum áðan… 😉

Auglýsingar

2 responses to “Non plaudite, modo pecuniam jacite…”

  1. Jonathan Gerlach says :

    ekki grátt … KASTANÍUBRÚNT!! 🙂

  2. Anonymous says :

    KASTANÍUGRÁTT!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: