Æ, bara eitthvað…

7:51. Það er allavega tíminn sem klukkan efst í hægra horninu á tölvunni minni sýnir þessa stundina. Eiginlega stórmerkilegt í ljósi þess að þar fyrir framan stendur ‘lau’ fyrir laugardagur. Það sem er kannski enn merkilegra er að ég er búinn að vera vakandi síðan 7:04 og er engan veginn í stuði til að sofa lengur. Gæti verið eitthvað tengt því að ég fór bara nokkuð snemma að sofa í gær. Við vorum boðin í mat í gærkvöldi heim til Jonna og Erlu og aldrei þessu vant vorum við komin heim bara rétt eftir tíu. Held að ég hafi verið sofnaður um ellefuleytið. Ef þetta er ekki klárt ellimerki þá veit ég ekki hvað…

Fór að keppa á fimmtudaginn í handbolta. Eða kannski frekar, fór alla leið upp í Ryparken (sem er að vísu ekki svo ýkja langt), fór í búning, hitaði upp og horfði svo á heilan handboltaleik af varamannabekknum, í búningnum. ‘Við’ töpuðum leiknum með fimm mörkum og ég stórefa að síðbúin innkoma frá mér hefði breytt einhverju þar um. Kannski bara ágætt að sleppa því að taka þátt í tapleik, allavega alltaf þægilegt að geta með góðri samvisku sleppt því að fara í sturtu…

Sá í frétt um daginn að á Ísafirði búa víst bara ‘rauðir’, Bush-kjósandi Bandaríkjamenn. Allavega er engin önnur skýring á því af hverju orðin ‘Af hverju ekki kynlíf með Zero forleik’ á veggspjaldi sem auglýsir Coke (ekki einu sinni ‘getnaðarleg’ mynd fylgir með) getur sært ‘blygðunarkennd’ íbúa fyrir vestan. Kannski stunda Vestfirðingar bara aldrei kynlíf og hvað þá með forleik, allavega myndi það að hluta til skýra stöðuga fólksfækkun á þessum hluta landsins…

Jonni benti mér svo á þennan pistil um daginn sem er skemmtilegt ‘twist’ á þessa ótrúlega fáránlegu umræðu um þennan blessaða Smáralindarbækling. Komst svo að því síðar að blessuð stúlkukindin er dóttir yfirmanns míns í vinnunni, svona er nú heimurinn lítill…

Auglýsingar

One response to “Æ, bara eitthvað…”

  1. gunnar og ragnheidur says :

    sleppa forréttinum? Kannski í lagi stundum ef maður er mjög svangur, en oft gott að gefa sé góðan tíma í að snæða…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: