I like π!

Komst ekki að því fyrr en rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að í gær var einmitt π-dagurinn! Að sjálfsögðu er góð og gild ástæða fyrir því að dagurinn í gær var valinn því að í gær var 14. mars og af því að Bandaríkjamenn hafa þann háttinn á að rita alltaf mánuð á undan degi þegar þeir skrifa dagsetningar þá skrifa þeir daginn í gær sem 3.14. Veit ekki hvort að nördar um heim allan gerðu eitthvað sérstakt í tilefni dagsins en engu að síður er þetta stórmerkilegur dagur helgaður stórmerkilegri óræðri tölu. Allt blaður um 22/7 er auðvitað bara fásinna og við sem erum ‘sanntrúuð’ fordæmum svoleiðis húmmbúkk alfarið! Sannir nördar (þ.e. þeir sem actually vita hvað π er og eru að auki Mac-a notendur) geta svo skemmt sér yfir þessari gleði… 😉

Annars er ég gjörsamlega að missa mig yfir púlsmælinum góða þessa dagana! Alveg magnað hvað svona lítil græja getur haft góða stjórn á því hversu hratt og lengi maður getur hlaupið. Í gær átti ég samkvæmt mælinum (og prógramminu sem græjan lagði upp með) að hlaupa í 40 mínútur með púlsinn á bilinu 131-174 slög á mínútu. Var smá tíma að koma mér almennilega í gang en eftir um fimm mínútur var ég kominn í fínan takt og hélt mér rétt undir hámarkspúlsinum í 35 mínútur samfleytt án þess að stoppa eða hægja á mér og merkilegt nokk hefði ég vel getað haldið áfram! Held að ég hafi aldrei hlaupið svona lengi í einu á ævinni! Ætla ekki að fara að halda því fram að formið sé svona gott en allavega nokkuð ljóst að með mælinum nær maður að hámarka árangurinn sem getur ekki verið annað en gott! 😀

Fyrir þá sem eru hrifnir af „steikum“ þá er þetta eitthvað fyrir ykkur…

Auglýsingar

2 responses to “I like π!”

  1. Anonymous says :

    3.1415926535897932384626433832795028841971693993751058209749445923078164062862089986280348253421170679821480865132823066470938446095505822317253594081284811174502841027019385211055596446229489549303819644288109756659334461284756482337867831652712019091456485669234603486104543266482133936072602491412737245870066063155881748815209209628292540917153643678925903600113305305488204665213841469519415116094330572703657595919530921861173819326117931051185480744623799627495673518857527248912279381830119491298336733624406566430860213949463952247371907021798609437027705392171762931767523846748184676694051320005681271452635608277857713427577896091736371787214684409012249534301465495853710507922796892589235420199561121290219608640344181598136297747713099605187072113499999983729780499510597317328160963185950244594553469083026425223082533446850352619311881710100031378387528865875332083814206171776691473035982534904287554687311595628638823537875937519577818577805321712268066130019278766111959092164201989

  2. gunnar og ragnheidur says :

    æ læk tú pí tú

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: