Samantekt

Enn og aftur er tengdó farinn að banka á ‘dyrnar’ hjá mér og heimta fleiri færslur (frekja alltaf í henni) og auðvitað verður maður að verða við svoleiðis óskum frá elskulegri tengdamóður sinni. Þannig að þetta er alfarið fyrir hana… 😉

Frá því síðast hefur margt skemmtilegt gerst hérna í Kaupmannahöfn. Á föstudagskvöld var haldið í Jónshús til að setja í gang Icelandair Open þar sem dregið var í riðla á meðan keppendur tróðu í sig pizzum (í boði Dominos) og drukku bjór og gos (í boði Icelandair). Eftir það stökk ég upp í lest og fór upp á Solbakken til að hitta Þórunni sem var stödd í afmælisveislu hjá Runa. Fórum að vísu snemma heim því að mótið (Icelandair Open semsagt) átti að byrja snemma daginn eftir auk þess sem ég þurfti að mæta extra snemma til að setja upp batta og þess háttar…

Laugardagurinn fór svo að mestu í mótið sjálft sem var hin besta skemmtun þó svo árangurinn (hjá mínu liði allavega) hafi verið frekar dapur. Fjórir leikir, eitt jafnteflil, þrjú töp. Eiginlega alveg skelfilegt. Get þó huggað mig við það að ég skoraði mark (sem gerist víst æ sjaldnar þessa dagana) en það hjálpaði greinilega ekki mikið. Liðið hans Jonna lenti í þriðja sæti, handboltaliðið í öðru og einhverjir gamlir skunkar frá Kagsaa unnu svo dolluna…

Um kvöldið vorum við hjónin boðin í mat til Ragnhildar og Bruno og að sjálfsögðu var mikið étið, drukkið og talað fram undir miðnætti. Höfðingjar heim að sækja eins og vanalega…

Sunnudagurinn var svo bara rólegur, Þórunn lærði fram eftir degi og ég gerði mest lítið gáfulegt…

Á mánudag héldum við Jonni svo af stað með okkar hafurtask niður á Vestergade á nýju skrifstofuna! Sérdeilis prýðilegt að komast aftur í fast skrifstofupláss og ekki spillir það fyrir að skrifstofan er staðsett nánast á Strikinu, stutt í allt og er bara helvíti fín í alla staði. Rólegt og afslappað andrúmsloft auk þess sem klukkan á Ráðhústorginu segir okkur á kortérs fresti hvernig tímanum líður…

Í gær var svo handboltaleikur á móti næst neðsta liðinu í deildinni (við vorum neðstir btw) sem var eiginlega úrslitaleikur um það hvort liðið mun falla í lok tímabilsins. Hörkuleikur þar sem ekkert var gefið eftir en að lokum gáfu andstæðingarnir meira eftir en við og við höfðum sigur að lokum 19-24 sem verður að teljast afar sanngjarnt miðað við gang leiksins. Vörnin feiknagóð og skóp það sigurinn í leiknum þó svo sóknin hafi verið pínu brokkgeng á köflum. Eftir leikinn var svo haldið beint á fótboltaæfingu til þess að tryggja að síðustu droparnir af batteríuunum væru nú örugglega kláruð… 😉

Þangað til næst, reykið þær ef þið eigið þær!

Auglýsingar

One response to “Samantekt”

  1. Jóna Birna - vinkona Sigríðar says :

    Fannst bara sanngjarnt að skilja eftir mig örlítið spor… Líður hálf kjánalega að njósna svona um fólk án þess að það hafi hugmynd um það.
    Hafið það gott!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: