Sekur uns sakleysi er sannað

Er nú ekki vanur að vera að tala um ‘hitamál’ hérna en fannst ég verða að taka aðeins þátt í þessum ‘skrípaleik’ sem er í gangi í kringum þessa svokölluðu klámráðstefnu sem á að halda á Íslandi í byrjun mars. Var að horfa á Kastljósið frá því í gærkvöldi þar sem einhver rauðsokkutrunta var hörð á því að yfirvöld ættu hreinlega að stoppa þátttakendur þessarar ráðstefnu um leið og þeir stíga út úr flugvél í Keflavík og senda þá bara beint aftur til heimalandsins með næstu vél. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tekið þetta skrefinu lengra og falið lögreglu að rannsaka hvort að þetta fólk sé nokkuð viðriðið mansal og barnaklám og hefur þar með dæmt þetta fólk sekt um þessa hluti, þangað til búið er að sýna fram á annað. Allt á semsagt að reyna að gera til að koma í veg fyrir að þetta fólk fái að hittast hér á landi til að halda sína ráðstefnu.

Ég veit kannski ekki betur en ég hélt að fólk væri yfirleitt saklaust uns sekt þeirra væri sönnuð og að fólk nyti því alltaf vafans. Auk þess er það afar hæpið að siðferðisvitund eins eigi að ganga yfir aðra því að þó svo að rauðsokkur séu á móti klámi í hvaða mynd sem það birtist þá er aldrei hægt að sakfella fólk fyrir að hafa slæmt siðferði svo fremi að það brjóti ekki gegn lögum. Siðferði hefur í flestum tilfellum ekkert með lög að gera og það sem einum finnst ógeðslegt finnst öðrum kannski bara allt í lagi, báðir hafa auðvitað rétt á sinni skoðun á málinu og, það sem er enn mikilvægara, réttinn á að fá að hafa sína skoðun í friði. Ég hef persónulega ekkert á móti því að fólk fari til Íslands til að skemmta sér svo fremi að það brjóti ekki íslensk lög (sem það hefur ekki gert). Þangað til það gerist á bara að láta þetta í friði því að það er einmitt eitt af því sem vantar oft í lýðræðisríkinu Íslandi, umburðarlyndi gagnvart því sem manni finnst ekki við hæfi (en er þó fullkomlega löglegt)…

En að öðru. Hef verið hrikalega latur að blogga undanfarið. Ekki það að ég hafi ekki frá neinu að segja, hef bara ekki haft neina nennu til að hripa eitthvað niður. Ég veit þó að tengdó hefur kvartað nokkrum sinnum við Þórunni og ég bið hana bara innilega afsökunar á því, skal reyna að taka mig saman í andlitinu… 😀

Héldum afmælisveislu um þarsíðustu helgi, hentum í nokkrar kökur og kræsingar og buðum ‘innsta kjarnanum’ að gæða sér á þeim. Mæli eindregið með því að fólk haldi uppá afmælið sitt því að þá fær það nefnilega alveg hreint ágætar gjafir í staðinn! Ég fékk iPod Shuffle, PSP leik, Indiana Jones DVD safnið, svitalyktareyði + sturtusápu, bækur og einnig forláta bakka undir tölvuna til að geta haft hana uppi í rúmi/sófa/wherever án þess að hún steiki á manni lærin. Heimturnar voru því aldeilis góðar þetta árið og þakka ég kærlega fyrir mig og vona að veitingarnar hafi runnið ljúflega niður…

Síðasta laugardag var svo bjórkvöld hjá íþróttafélaginu og mér telst til að um 50 manns hafi mætt og klárað eina 18 kassa af bjór (sem gerir 432 dósir af bjór eða um 143 lítrar) og einhvern slatta af skotum. Við Oddur vorum svo fram yfir fjögur að þrífa upp eftir liðið (þakka sérstaklega þeim sem skyldi eftir sig ‘minjagrip’ fyrir utan klósettið fyrir ‘unaðinn’). Annars held ég að allir hafi skemmt sér vel, allavega var fólk orðið vel skrautlegt í lokin! 😉

Annars hefur svosem ekki mikið verið í gangi, höfum bæði verið með einhverja kvefdruslu undanfarna daga og viku sem virðist ekkert vera að sýna á sér fararsnið. Pöntuðum okkur svo ferð til Íslands um páskana þannig að við mætum galvösk í páskaeggin (nr. 4 takk, frá Nóa/Siríus)… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: